Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2025 21:01 Linda Björk Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri sölu og flutninga hjá Arnarlaxi. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már. Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira
Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már.
Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Sjá meira