Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 17:47 Hátíðin fer fram á Hellissandi á næsta ári. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegir sem íslenskir tónlistarmenn stíga á stokk á fjögurra daga tónlistar- og fræðihátíð á Hellissandi á Snæfellsnesi eftir slétt ár. Emilíana Torrini, GusGus og Daði Freyr eru á meðal innlendra listamanna. Hátíðin fer fram dagana 15. til 15. ágúst á næsta ár og er kynnt sem menningar- og vísindahátíð undir almyrkva á sólu, Iceland Eclipse Festival. Þann 12. ágúst á næsta ári mun almyrkvi frá sólu sjást á Íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Reiknað er með tugum þúsunda ferðamanna til landsins vegna viðburðarins. Aðeins fimm þúsund miðar verða þó í boði á hátíðina sem aðstandendur Secret Solstice skipuleggja í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences. Hátíðin hefst með almyrkva á sólu klukkan 17:47 þann dag. Viðburður sem endurtekur sig ekki á Íslandi fyrr en árið 2196. Á svið hátíðarinnar stíga bæði alþjóðlegir og íslenskir listamenn, þar á meðal Meduza, Berlioz, GusGus, Emilíana Torrini, Booka Shade, Vök, Zero 7, Dave Clarke, RJD2, Exos, Nightmares on Wax, Ryan Crosson, Shaun Reeves, Daði Freyr, Gugusar og Hjálmar. Fyrirlesarar og gestir koma frá ýmsum sviðum, þar á meðal geimferðum, vísindum, tækni og nýsköpun. Meðal þeirra eru geimfarar frá NASA, ESA, SpaceX, Blue Origin, Space for Humanity og Virgin Galactic, auk fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum, Citizens Foundation, Eden Foundation, Mama Reykjavík og ReWilding Iceland. Í tilkynningu segir að hátíðin leggi einnig áherslu á „connect“ – dagskrárliði sem tengi fólk saman í gegnum jóga, hugleiðslu, athafnir, náttúrutengingu og sameiginlegar upplifanir. Í samstarfi við alþjóðlega verkefnið Cosmic Pineapple verði boðið upp á jörðuð og skapandi rými með jóga, tónheilun, athöfnum við eld, visku íslenskra og erlendra leiðbeinenda og slökunarsvæði með tónlist og listum í boði Mama Reykjavík. Markmiðið sé að skapa rými þar sem gestir geti slakað á, hist, tengst og deilt reynslu í afslöppuðu og opnu andrúmslofti. Frekari tíðindi eru boðuð á heimasíðu hátíðarinnar og samfélagsmiðlum @icelandeclipse. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Snæfellsbær Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Hátíðin fer fram dagana 15. til 15. ágúst á næsta ár og er kynnt sem menningar- og vísindahátíð undir almyrkva á sólu, Iceland Eclipse Festival. Þann 12. ágúst á næsta ári mun almyrkvi frá sólu sjást á Íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Reiknað er með tugum þúsunda ferðamanna til landsins vegna viðburðarins. Aðeins fimm þúsund miðar verða þó í boði á hátíðina sem aðstandendur Secret Solstice skipuleggja í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences. Hátíðin hefst með almyrkva á sólu klukkan 17:47 þann dag. Viðburður sem endurtekur sig ekki á Íslandi fyrr en árið 2196. Á svið hátíðarinnar stíga bæði alþjóðlegir og íslenskir listamenn, þar á meðal Meduza, Berlioz, GusGus, Emilíana Torrini, Booka Shade, Vök, Zero 7, Dave Clarke, RJD2, Exos, Nightmares on Wax, Ryan Crosson, Shaun Reeves, Daði Freyr, Gugusar og Hjálmar. Fyrirlesarar og gestir koma frá ýmsum sviðum, þar á meðal geimferðum, vísindum, tækni og nýsköpun. Meðal þeirra eru geimfarar frá NASA, ESA, SpaceX, Blue Origin, Space for Humanity og Virgin Galactic, auk fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum, Citizens Foundation, Eden Foundation, Mama Reykjavík og ReWilding Iceland. Í tilkynningu segir að hátíðin leggi einnig áherslu á „connect“ – dagskrárliði sem tengi fólk saman í gegnum jóga, hugleiðslu, athafnir, náttúrutengingu og sameiginlegar upplifanir. Í samstarfi við alþjóðlega verkefnið Cosmic Pineapple verði boðið upp á jörðuð og skapandi rými með jóga, tónheilun, athöfnum við eld, visku íslenskra og erlendra leiðbeinenda og slökunarsvæði með tónlist og listum í boði Mama Reykjavík. Markmiðið sé að skapa rými þar sem gestir geti slakað á, hist, tengst og deilt reynslu í afslöppuðu og opnu andrúmslofti. Frekari tíðindi eru boðuð á heimasíðu hátíðarinnar og samfélagsmiðlum @icelandeclipse.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Snæfellsbær Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira