Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 16:24 Hollywood-stjarnan giftist David Justice snemma á ferlinum áður en hún fékk Óskarsverðlaun, lék Storm í X-manna-myndunum og var Bond-stúlka. EPA David Justice, fyrrverandi eiginmaður Halle Berry, hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hafa greint frá því hvers vegna þau hjónin skildu á sínum tíma. Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu. Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein