Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 22:07 Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum fór yfir stöðuna vestanhafs í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington D.C. í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag og sagði aðgerðirnar til komnar vegna glæpaöldu í borginni. Samkvæmt opinberum tölum hefur glæpatíðni þrátt fyrir það minnkað á síðustu tveimur árum í kjölfar aukningar eftir kórónuveirufaraldurinn. Mótmælendur komu saman fyrir utan Hvíta húsið í dag og héldu því fram að aðgerðirnar snerust um valdsbrölt fremur en öryggi. „Þetta er mjög óvenjuleg ákvörðun, og valdabrölt að mörgu leyti eins og mótmælendur sögðu,“ segir Friðjón R. Friðjónsson sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin í Bandaríkjunum. Óvinsældir og hermennskublæti Hann vekur athygli á að ríkisstjórnir stakra ríkja í Bandaríkjunum þurfi að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins eða hersins í þeim ríkjum en Washington D.C. er ekki eiginlegt ríki þannig að Trump hefur völdin til að kalla þjóðvarðliðið út. „Það sem er óvenjulegt og sérkennilegt er að hermenn eru ekki löggæslumenn. Þeir hafa ekki þjálfun til að vera lögreglumenn, þeir hafa þjálfun til að vera hermenn. Þetta er tvennt mjög ólíkt. Þetta er óþægilegt, þegar ég bjó í D.C. hefði ég ekki viljað koma til vinnu og sjá fullbúinn, alvopnaðan hermann standa við lestarstöðina. Því að stærsti hluti D.C. er mjög safe,“ segir Friðjón. Hann segir útspil Trump samblöndu af einhvers konar blæti fyrir hermennsku og byssum og því að sýnast sterkur. Trump sjái sjálfur að hann er óvinsæll í skoðanakönnunum og að mælast undir í öllum helstu lykilþáttum. „Og honum líður ekki vel með það, þannig að hann er að gera alls konar hluti og vonast til þess að breyta einhverju.“ Einhverjir hafa nefnt að hann sé að reyna að dreifa athyglinni, og nefna meðal annars Epstein-skjölin? „Já, en svo kemur þingið saman og þar bíða mál varðandi Epstein-skjölin, þannig að þau eru ekki að fara neitt. Hann hefur gert þetta áður. Hann kemur alltaf með einhver mál þar sem hann blæs eitthvað upp. Það var einhver samkoma ungmenna sem fór úr böndunum og síðan var einhver starfsmaður hans sem var rifinn út úr bíl og beittur ofbeldi. Og þá bregst hann við. Þannig að það á eftir að vera meira svona.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira