Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 10:40 Nýir handklæðaofnar höndla ekki súrefnið í heita vatninu í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Að sögn pípara hefur það skeð óvenjuoft í nýbyggingunum með opnum hitavatnskerfum í Reykjanesbæ síðasta rúma hálfa árið að handklæðaofnar leki. „Ástæðan er óeðlilega mikil súrefnismyndun í hitaveitukerfinu,“ segir Benedikt Guðbjörn Jónsson, sem rekur Benna pípara ehf., en hann segist hafa þurft að sinna tólf slíkum verkefnum frá ársbyrjun. Handklæðaofnar í nýbyggingum endist því stundum aðeins í nokkra mánuði. Handklæðaofnar séu upp til hópa gerðir úr þynnra stáli en venjulegir ofnar. Það er hlutverk HS Veitna að dreifa vatni á Suðurnesjum sem framleitt er af HS Orku í Svartsengi og fjarlægja súrefni úr því áður en það er afhent til dreifingar. Í svari frá HS Veitum segir að súrefni hafi vissulega mælst í vatninu í sumar en að gildin hafi ekki verið „óvenjuhá“. En þó virðist áhrifa gæta í Reykjanesbæ. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. „Ég er búinn að skipta um ofna tvisvar í sömu íbúð á nokkrum mánuðum,“ heldur Benni pípari áfram. Honum skilst að á undanförnum árum hafi verið dregið úr svokölluðum vörnum í ofnunum og þess vegna gerist þetta aðallega í nýbyggingum. „Þá ryðgar þetta strax.“ Aftur á móti beri minna á þessum vandræðunum í eldri byggingum þar sem hálfgerð vörn myndist inn í ofnunum með aldrinum þegar „það kemur svona skítur inn.“ Upphitað ferskvatn Heita vatnið sem dreift er til íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum er upphitað ferskvatn, skrifar Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Í upphituðu vatni sé aukin áhætta á að súrefni geti verið í vatninu og er því í leiðbeiningum og tengiskilmálum bæði hönnuðum og pípulagningameisturum bent á að taka tillit til þess að á svæðinu geti mælst súrefni í heita vatninu. Íbúum stafi engin hætta af neyslu á súrefnisríku vatni, hvorki heitu né köldu. „HS Veitur reka kerfin með það að markmiði að lágmarka þessa áhættu, fylgjast með súrefnisinnihaldi vatnsins og bregðast við frávikum eins og kostur er,“ segir í svari Sigrúnar. „Mikilvægt er að komi fram að ekki er hægt að útiloka súrefnisinnihald í vatninu og því skiptir máli að við hönnun og efnisval húskerfa á svæðinu sé tekið tillit til þess.“ Gæti tengst gosinu Sigrún skrifar að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að súrefni mælist í heitu vatni. „Má sem dæmi nefna að súrefni gæti hafa komist inn á kerfið þegar það tæmdist vegna eldgossins í febrúar 2024. Hafa ber í huga að súrefni getur setið í ofnum sem liggja hátt og eru ekki lofttæmdir af húseigendum.“ Þegar stofnlagnir eða dreifikerfi tæmist vegna tjóns eða viðhaldsframkvæmda geti myndast loft í lögnum og mikilvægt sé að húseigendur hugi að því ef heitt vatn fer af kerfinu að ofnakerfi séu loftæmd. Hver ber ábyrgð? „Íbúðareigandinn situr eiginlega uppi með tjónið,“ segir Benedikt pípari við Vísi. Þegar fyrst hafi farið að bera á þessum vandræðum hafi píparinn tekið kostnaðinn á sig í gegnum samning sinn við Byko byggingavöruverslun. „En svo þegar tilfellum fór að fjölga byrjuðu þeir að bakka með þetta,“ segir Benni. Sumir byggingarverktakar hafi tekið á sig kostnað, en ekki séu allir svo heppnir. „Vandamálið er hvorki píparans né byggingarverktakans,“ segir hann. Sigrún hjá HS Veitum bendir á að áhættan af súrefni í hitaveituvatni sé meiri á Suðurnesjum og því þurfi að taka tillit til þess við hönnun, efnisval og rekstur húskerfa. „Lokuð kerfi, það er notkun á varmaskiptum í húskerfum, eru öruggasta leiðin til að draga úr þessari áhættu. Með hliðsjón af framangreindu ábyrgjast HS Veitur ekki tjón sem kann að verða á ofnakerfum og tengdum búnaði vegna tæringar.“ Reykjanesbær Tryggingar Vatn Orkumál Tengdar fréttir Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Að sögn pípara hefur það skeð óvenjuoft í nýbyggingunum með opnum hitavatnskerfum í Reykjanesbæ síðasta rúma hálfa árið að handklæðaofnar leki. „Ástæðan er óeðlilega mikil súrefnismyndun í hitaveitukerfinu,“ segir Benedikt Guðbjörn Jónsson, sem rekur Benna pípara ehf., en hann segist hafa þurft að sinna tólf slíkum verkefnum frá ársbyrjun. Handklæðaofnar í nýbyggingum endist því stundum aðeins í nokkra mánuði. Handklæðaofnar séu upp til hópa gerðir úr þynnra stáli en venjulegir ofnar. Það er hlutverk HS Veitna að dreifa vatni á Suðurnesjum sem framleitt er af HS Orku í Svartsengi og fjarlægja súrefni úr því áður en það er afhent til dreifingar. Í svari frá HS Veitum segir að súrefni hafi vissulega mælst í vatninu í sumar en að gildin hafi ekki verið „óvenjuhá“. En þó virðist áhrifa gæta í Reykjanesbæ. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. „Ég er búinn að skipta um ofna tvisvar í sömu íbúð á nokkrum mánuðum,“ heldur Benni pípari áfram. Honum skilst að á undanförnum árum hafi verið dregið úr svokölluðum vörnum í ofnunum og þess vegna gerist þetta aðallega í nýbyggingum. „Þá ryðgar þetta strax.“ Aftur á móti beri minna á þessum vandræðunum í eldri byggingum þar sem hálfgerð vörn myndist inn í ofnunum með aldrinum þegar „það kemur svona skítur inn.“ Upphitað ferskvatn Heita vatnið sem dreift er til íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum er upphitað ferskvatn, skrifar Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Í upphituðu vatni sé aukin áhætta á að súrefni geti verið í vatninu og er því í leiðbeiningum og tengiskilmálum bæði hönnuðum og pípulagningameisturum bent á að taka tillit til þess að á svæðinu geti mælst súrefni í heita vatninu. Íbúum stafi engin hætta af neyslu á súrefnisríku vatni, hvorki heitu né köldu. „HS Veitur reka kerfin með það að markmiði að lágmarka þessa áhættu, fylgjast með súrefnisinnihaldi vatnsins og bregðast við frávikum eins og kostur er,“ segir í svari Sigrúnar. „Mikilvægt er að komi fram að ekki er hægt að útiloka súrefnisinnihald í vatninu og því skiptir máli að við hönnun og efnisval húskerfa á svæðinu sé tekið tillit til þess.“ Gæti tengst gosinu Sigrún skrifar að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að súrefni mælist í heitu vatni. „Má sem dæmi nefna að súrefni gæti hafa komist inn á kerfið þegar það tæmdist vegna eldgossins í febrúar 2024. Hafa ber í huga að súrefni getur setið í ofnum sem liggja hátt og eru ekki lofttæmdir af húseigendum.“ Þegar stofnlagnir eða dreifikerfi tæmist vegna tjóns eða viðhaldsframkvæmda geti myndast loft í lögnum og mikilvægt sé að húseigendur hugi að því ef heitt vatn fer af kerfinu að ofnakerfi séu loftæmd. Hver ber ábyrgð? „Íbúðareigandinn situr eiginlega uppi með tjónið,“ segir Benedikt pípari við Vísi. Þegar fyrst hafi farið að bera á þessum vandræðum hafi píparinn tekið kostnaðinn á sig í gegnum samning sinn við Byko byggingavöruverslun. „En svo þegar tilfellum fór að fjölga byrjuðu þeir að bakka með þetta,“ segir Benni. Sumir byggingarverktakar hafi tekið á sig kostnað, en ekki séu allir svo heppnir. „Vandamálið er hvorki píparans né byggingarverktakans,“ segir hann. Sigrún hjá HS Veitum bendir á að áhættan af súrefni í hitaveituvatni sé meiri á Suðurnesjum og því þurfi að taka tillit til þess við hönnun, efnisval og rekstur húskerfa. „Lokuð kerfi, það er notkun á varmaskiptum í húskerfum, eru öruggasta leiðin til að draga úr þessari áhættu. Með hliðsjón af framangreindu ábyrgjast HS Veitur ekki tjón sem kann að verða á ofnakerfum og tengdum búnaði vegna tæringar.“
Reykjanesbær Tryggingar Vatn Orkumál Tengdar fréttir Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20
„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01