Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 14:43 Olíuflutningaskipið Eagle S við akkeri nærri Porvoo í Finnlandi eftir að skipið skemmdi sæstrengi í Eistrasalti síðasta vetur. AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi. Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi.
Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira