„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 12:12 Sindri vill meina að merkið hafi verið templarakross heldur en járnkross. Krossarnir eru fremur líkir. Samsett Mynd Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“ Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“
Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00