Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 12:30 John Stockton hefur sína skoðun á LeBron James og Michael Jordan en stoðsendingagoðsögnin er ekki í vafa hvor sé ofar hjá honum. Getty/Tim Nwachukwu/Jose Carlos Fajardo/Ken Levine John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba) NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Stockton kynntist Jordan mjög vel á sínum ferli en þeir komu báðir inn í deildina á sama tíma. Stockton náði aldrei að verða NBA meistari en hann tapaði tvisvar með Utah Jazz í lokaúrslitum á móti Michael Jordan og Chicago Bulls. Jordan vann sinn fimmta og sjötta titil á móti Stokckton og félögum. Stockton var í viðtali hjá ClutchPoints og talist barst að Michael Jordan og LeBron James. „Ég vil hrósa Jordan og mér fannst við hjá Utah Jazz líka reyna að fara sömu leið og hann,“ sagði John Stockton. „Ég er hrifinn af því þegar menn bara girða sig í brók, herða beltið og segja: Við þurfum að leggja meira á okkur og verða betri. Við verðum bara að spila af meiri krafti og spila af meiri skynsemi. Menn eiga að gera það frekar en að horfa á það að grasið sé grænna einhvers staðar annars staðar og hugsa: Ég ætla að fara þangað til að vinna titilinn,“ sagði John Stockton. „Mér finnst það þegar menn fara í önnur lið gera lítið úr þessu öllu saman. Þeir eru ekki að klífa fjallið heldur taka þyrlu til að komast á toppinn,“ sagði Stockton. Ein helsta gagnrýnin á feril LeBron James er þegar hann fór til Miami Heat til að spila með Dwyane Wade og Chris Bosh. Þar vann hann sína fyrstu tvo titla en hefur seinna unnið titil með bæði Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. James er enn að spila fertugur og er enn að skila frábærum tölum. Hann er fyrir löngu orðin stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi og er kominn ofarlega á flestum tölfræðilistum. Hann verður þó aldrei sá besti í sögunni í augum manna eins og Stockton. View this post on Instagram A post shared by CourtSideHeat (@courtsideheatnba)
NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira