Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 18:38 Andlit Bandaríkjaforseta prýðir marga hamborgarastaði í Texasríki. Getty Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira