„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2025 12:52 Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni Sjá meira
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila