Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. ágúst 2025 10:22 Olíuvinnsluskipið á Johan Castberg-svæðinu. Equinor Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. Svæðið kallast Johan Castberg og er nefnt eftir einum áhrifamesta stjórnmálamanni Noregs á fyrstu áratugum 20. aldar. Olíuvinnslan hófst raunar fyrir þremur mánuðum og hefur hún þegar náð að komast upp í 220 þúsund tunnur á sólarhring. Í fréttatilkynningu aðalsérleyfishafans, ríkisolíufélagsins Equinor, segir að á þriggja til fjögurra daga fresti sigli núna fullhlaðið olíuskip með nýjan farm frá svæðinu sem gæti verið í kringum hálfs milljarðs norskra króna virði, andvirði um sex milljarða íslenskra króna. Talið er að hægt verði að vinna olíu af svæðinu í að minnsta kosti þrjátíu ár. Orkumálaráðherra Noregs, til vinstri, opnaði olíuvinnslusvæðið með því að klippa á stálkeðju með aðstoð eins starfsmanna vinnsluskipsins.Equinor/OLE JØRGEN BRATLAND Í opnunarræðu sinni sagði ráðherrann Terje Aasland, sem kemur úr Verkamannaflokknum, að norska ríkisstjórnin hygðist áfram þróa olíugeirann. Barentssvæðið gegndi lykilhlutverki í að hægja á væntanlegum samdrætti í olíuvinnslu Norðmanna eftir árið 2030. „Með Castberg í framleiðslu eru í Barentshafi núna bæði annað stærsta olíuvinnslusvæði okkar, annað stærsta gassvæði okkar og stærsta uppgötvaða óunna svæðið sem bíður þróunar. Að auki geymir það stóran hluta auðlinda sem eftir er að finna,“ sagði Terje Aasland. Orkumálaráðherrann Terje Aasland ásamt forstjóra ríkisolíufélagsins Equinor, Kjetil Hove.Equinor/Ole Jørgen Bratland Hann sagði Johan Castberg-svæðið þegar hafa styrkt atvinnulíf Norður-Noregs verulega. Castberg væri gott dæmi um þau miklu áhrif sem olíuvinnsla í hafi hefði í landi. Sérsmíðað vinnsluskip annast olíuvinnslu úr þrjátíu olíubrunnum á hafsbotni á svæðinu. Þjónustumiðstöð er staðsett í bænum Hammerfest og þar er einnig þyrlumiðstöð þaðan sem starfsmenn eru fluttir um borð í vinnsluskipið. Um þriðjungur starfsmanna er búsettur í Norður-Noregi. Þegar fyrstu íslensku sérleyfunum var úthlutað á Drekasvæðinu í Ráðherrabústaðnum árið 2013 gerðu sérleyfishafar ráð fyrir að hagkvæmast yrði að vinna olíuna með sérstöku vinnsluskipi, líkt og fram kom í þessari frétt fyrir tólf árum: Dæmi um áhrif olíuvinnslu á norsk samfélög má sjá hér: Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Tengdar fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Svæðið kallast Johan Castberg og er nefnt eftir einum áhrifamesta stjórnmálamanni Noregs á fyrstu áratugum 20. aldar. Olíuvinnslan hófst raunar fyrir þremur mánuðum og hefur hún þegar náð að komast upp í 220 þúsund tunnur á sólarhring. Í fréttatilkynningu aðalsérleyfishafans, ríkisolíufélagsins Equinor, segir að á þriggja til fjögurra daga fresti sigli núna fullhlaðið olíuskip með nýjan farm frá svæðinu sem gæti verið í kringum hálfs milljarðs norskra króna virði, andvirði um sex milljarða íslenskra króna. Talið er að hægt verði að vinna olíu af svæðinu í að minnsta kosti þrjátíu ár. Orkumálaráðherra Noregs, til vinstri, opnaði olíuvinnslusvæðið með því að klippa á stálkeðju með aðstoð eins starfsmanna vinnsluskipsins.Equinor/OLE JØRGEN BRATLAND Í opnunarræðu sinni sagði ráðherrann Terje Aasland, sem kemur úr Verkamannaflokknum, að norska ríkisstjórnin hygðist áfram þróa olíugeirann. Barentssvæðið gegndi lykilhlutverki í að hægja á væntanlegum samdrætti í olíuvinnslu Norðmanna eftir árið 2030. „Með Castberg í framleiðslu eru í Barentshafi núna bæði annað stærsta olíuvinnslusvæði okkar, annað stærsta gassvæði okkar og stærsta uppgötvaða óunna svæðið sem bíður þróunar. Að auki geymir það stóran hluta auðlinda sem eftir er að finna,“ sagði Terje Aasland. Orkumálaráðherrann Terje Aasland ásamt forstjóra ríkisolíufélagsins Equinor, Kjetil Hove.Equinor/Ole Jørgen Bratland Hann sagði Johan Castberg-svæðið þegar hafa styrkt atvinnulíf Norður-Noregs verulega. Castberg væri gott dæmi um þau miklu áhrif sem olíuvinnsla í hafi hefði í landi. Sérsmíðað vinnsluskip annast olíuvinnslu úr þrjátíu olíubrunnum á hafsbotni á svæðinu. Þjónustumiðstöð er staðsett í bænum Hammerfest og þar er einnig þyrlumiðstöð þaðan sem starfsmenn eru fluttir um borð í vinnsluskipið. Um þriðjungur starfsmanna er búsettur í Norður-Noregi. Þegar fyrstu íslensku sérleyfunum var úthlutað á Drekasvæðinu í Ráðherrabústaðnum árið 2013 gerðu sérleyfishafar ráð fyrir að hagkvæmast yrði að vinna olíuna með sérstöku vinnsluskipi, líkt og fram kom í þessari frétt fyrir tólf árum: Dæmi um áhrif olíuvinnslu á norsk samfélög má sjá hér:
Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Tengdar fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06
Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20
Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45