Skipar hernum í hart við glæpasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2025 15:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, sem ríkisstjórn hans hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggur grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Innan veggja er nú unnið að áætlunum um hvernig hægt sé að beita hernum gegn samtökunum en hingað til hefur það verið á höndum löggæsluembætta að berjast gegn fíkniefnasmygli og annarri glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum úr ráðuneytinu og bandarískri stjórnsýslu. Áður hafa fregnir borist af því að Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi fylgst með glæpamönnum í Mexíkó með eftirlitsdrónum og hefur Trump farið fram á það við forseta Mexíkó að fá að senda hermenn þangað. Þeirri beiðni var hafnað. Þá hefur Trump einnig sent fjölda hermanna að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þeir hafa tekið þátt í því að stöðva fólk sem reynir að komast til Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og fíkniefnasmyglara. Með Mexíkó og Venesúela í sigtinu Í frétt NYT segir að Trump hafi sérstaklega beint sjónum sínum að glæpasamtökum frá Mexíkó og Venesúela. Utanríkisráðuneytið skilgreindi í febrúar samtökin Tren de Aragua, MS-13 og fleiri sem hryðjuverkasamtök sem ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fyrir tveimur vikum var samtökunum Cartel de los Soles bætt við listann og halda Bandaríkjamenn því fram að þau sé leidd af Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og öðrum meðlimum ríkisstjórnar hans. Fimmtíu milljónum dala hefur heitið fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro en Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við það tilefni að Maduro myndi ekki komast hjá því að þurfa að gjalda fyrir hræðilega glæpi hans. Hún sagði ráðuneytið hafa lagt hald á eigur Maduros verðmetnar að minnsta kosti sjö hundruð milljónir dala, auk sjö tonna af kókaíni sem hefði verið rakið beint til hans. Sjá einnig: Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó AP fréttaveitan hefur eftir Yvan Gil, utanríkisráðherra Venesúela, að ásakanir Bondi séu aumkunarverðar og liður í áróðursherferð. Hún sé sama manneskjan og hafi heitið því að birta „Epstein-listann“ svokallaða og sé gjörspillt. „Þessi sýning hennar er brandari. Örvæntingarfull tilraun til að draga athygli frá hennar eigin eymd,“ sagði Gil. Spurningar um lögmæti Mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Mið- og Suður-Ameríku, ef af þeim verður, fæli í sér spurning um lögmæti og sérstaklega þegar snýr að dauðsföllum óbreyttra borgara og jafnvel grunaðra glæpamanna. Hvort slíkt yrði skilgreint sem morð, þar sem bandaríska þingið hefði ekki lýst yfir stríði. Í tilfelli grunaðra glæpamanna væri í raun verið að taka fólk af lífi án dóms og laga. Hernum hefur áður verið beitt gegn fíkniefnasamtökum í Mið- og Suður-Ameríku en það hefur alltaf skilgreint til stuðnings löggæsluembætta. Árið 1989 sendi George H.W. Bush þó rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Panama til að handtaka einræðisherra landsins eftir að hann var ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Bandaríkjunum. Þá hefur sjóher Bandaríkjanna lengi tekið þátt í að stöðva skip og báta vegna meints smygls. Í slíkum aðgerðum heyra skipin þó undir Strandgæslu Bandaríkjanna. New York Times segir ekki liggja fyrir hvað lögmenn Hvíta hússins, varnarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafi um skipun Trumps að segja. Í svari við fyrirspurn miðilsins segir talskona Hvíta hússins að Trump hafi varnir heimalandsins í forgangi og þess vegna hafi hann tekið það skref að skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök. Varnarmálaráðuneytið svaraði ekki.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Venesúela Erlend sakamál Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira