„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 11:59 Ole Palma og stjórnarmenn Bröndby vinna í því að bera kennsl á sökudólgana. Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin. Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin.
Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21