Viðskipti innlent

Frá Gamma til Arctica og nú Seðla­bankans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valdimar er mættur í Seðlabankann.
Valdimar er mættur í Seðlabankann.

Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní.

Greint er frá ráðningunni á vef Seðlabankans. Þar segir að Valdimar hafi starfað sem fjárfestingastjóri (CIO) hjá Arctica sjóðum hf., en árin 2021 til 2023 gegndi hann stöðu forstöðumanns eignastýringar hjá Arctica Finance hf. 

Valdimar starfaði sem framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA árin 2009-2017 og sem forstjóri fyrirtækisins og sjóðstjóri frá 2017-2019. Áður var hann hjá ABN AMRO Bank í Lundúnum og svo New York. 

Valdimar er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í Financial Engineering and Quantitative Analysis frá ICMA Centre - University of Reading í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Næstráðandi á fjár­mál­stöðug­leika­sviði hættir hjá Seðla­bankanum

Aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, sem hefur starfað hjá bankanum samfellt í fimmtán ár, hefur ákveðið að láta af störfum. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið meðal lykilstjórnenda á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum á undanförnum misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×