Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. ágúst 2025 13:31 Nýja Ölfusárbrúin eins og hún kemur til með að líta út. Ljósmynd: ÞG Verk. Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni. Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni.
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira