Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. ágúst 2025 13:31 Nýja Ölfusárbrúin eins og hún kemur til með að líta út. Ljósmynd: ÞG Verk. Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni. Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Það er ólíku saman að jafna en Vísir greindi í morgun frá risastórri hengibrú sem ráðgert er að muni þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Ríkisstjórn Giorgiu Meloni á Ítalíu hefur gefið grænt ljós á þessa framkvæmd. Brúin þarna á milli yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Þetta eru allt aðrar tölur en við sjáum varðandi Ölfusárbrúna sem er áætlað að tekin verði í notkun haustið 2028. ÞG Verk byggir Ölfusárbrú og þar á bæ voru menn steinhissa á þessum risaframkvæmdum á Ítalíu sem varla er hægt að bera saman við framkvæmdina hér heima. Ölfusárbrú verður 330 metra löng og 19 metra breið, heildarkostnaður um 18 milljarðar og er ætlunin að veggjald standi undir þeim kostnaði. Ný vegamót verða gerð austan Selfoss, undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Auk umferðar mun brúin bera uppi lagnir veituaðila, rafmagn, ljósleiðara, heitt vatn og kalt. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk. Aðsend Skúli Sigvaldason, staðarstjóri framkvæmda við Ölfusárbrú hjá ÞG Verk segir hönnun vera lokið en um stagbrú sé að ræða þar sem brúarplatan er stöguð í eina eða fleiri súlur eða turna með hallandi stálköplum. Hann segir um 20 til 30 manns vinna við framkvæmdir núna sem hófust með jarðvinnu og vegagerð á um 4 km löngum kafla við Hringveg eitt í desember. „Við erum búnir að vera í vegagerð síðan þá og erum núna að byrja á mislægum gatnamótum austan við Ölfusárbrú sem tengir nýja veginn við Hringveg eitt. Svo erum við byrjaðir að undirbúa steypuvinnu fyrir undirstöður á nýju Ölfusárbrúnni. Það er búið að hanna brúna að mestu leiti. Brúargólfið er úr stálbitum með steyptum einingum ofan á og svo kemur stór turn út í eyju sem heldur uppi brúnni. Þetta verða tvær akgreinar í aðra átt og ein í hina áttina, eins og staðan er núna, ásamt göngustíg en það er möguleiki á að hafa tvær akgreinar í sitt hvora átt með göngustíg utan á brúnni.
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Flóahreppur Ölfus Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira