Sport

Mega sniffa ammoníak eftir allt saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, er einn af þeim sem kætast yfir því að mega sniffa ammoníak áfram í vetur.
Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, er einn af þeim sem kætast yfir því að mega sniffa ammoníak áfram í vetur. vísir/getty

NFL-leikmenn sem elska að sniffa ammoníak og önnur ilmsölt geta tekið gleði sína á ný því þeir fá að sniffa áfram á hliðarlínunni.

Margir þeirra brugðust harkalega við fréttum í gær að deildin hefði bannað notkun efnanna í leikjum. Þeir nota efnin til þess að keyra sig í gang í leikjum.

Eftir upphlaup leikmanna sendi skrifstofa NFL tölvupóst á leikmannasamtök deildarinnar í gær og útskýrði stöðuna betur.

Þá kemur í ljós að leikmenn megi nota efnin eftir sem áður en félögunum er bannað að skaffa þau. Leikmenn þurfa því að koma með sitt eigið ammoníak í leiki.

Einkennilegt mál og enginn skilur í raun hverju þetta eigi að skila eða breyta.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×