„Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 08:30 Heimir Hallgrímsson þjálfar í Knattspyrnuakademíu Vals þessa vikuna ásamt sonum sínum. Vísir/Sigurjón Heimir Hallgrímsson hefur verið landsliðsþjálfari Írlands í rúmt ár. Starfið tók á til að byrja með en hann segist vera á réttri leið með írska liðið. Heimir er hér á landi að þjálfa í fótboltaskóla Vals ásamt sonum sínum tveimur. Sumarfríinu fer hins vegar að ljúka og átökin að hefjast á ný með írska landsliðinu sem hann hefur stýrt í rúmt ár. Úrslitin hafa verið misgóð en Írland var í sterkum riðli í Þjóðadeildinni ásamt Englandi og Grikklandi. Tveir sigrar á Finnum og sigur á Búlgaríu í umspili í kjölfarið sýna hins vegar batamerki á leik liðsins. Heimir kann vel við sig í starfi. „Það var smá brekka í byrjun, menn voru ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim eitthvað. En Írar er gott fólk og svipaðir okkur á svo margan hátt. Maður tengir við þá. Það er mikil fagmennska og ég er mjög ánægður að vera þarna,“ segir Heimir. Ekki besti þjálfarinn í teyminu Hann segir teymi sitt þá gott en auk Guðmundar Hreiðarssonar eru aðstoðarþjálfarar hans fyrrum landsliðsmaðurinn John O'Shea og Paddy McCarthy sem lék lengi vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Sambandið virðist gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea.Getty/Stephen McCarthy „Maður lærir af öllum sérfræðingunum í kringum sig. Það er auðvitað þannig sem maður vill hafa þetta - að maður læri af þeim sem maður fær til að aðstoða sig. Ég er ofboðslega heppinn með stjórnarmenn en sérstaklega aðstoðarþjálfara og þá sem eru í kringum þjálfarateymið. Það er magnað lið. Ég er ekki besti þjálfarinn í hópnum,“ segir Heimir og glottir við tönn. Horft til framtíðar Írska liðinu hefur gengið misvel undanfarin ár og leikmannahópur liðsins að einhverju leyti ekki á sama kaliberi og áður, þegar menn á við Damien Duff, Roy Keane og Robbie Keane héldu uppi leik liðsins. Fram undan er undankeppni HM þar sem Írland er í riðli með Ungverjum, Armenum og Portúgal. Ærið verkefni bíður Heimis í haust. „Það er búinn að vera hægur stígandi. Það eru nokkrir leikmenn sem eru að vaxa. Við erum ekki með marga úrvalsdeildarleikmenn. Kannski öðruvísi en áður var þegar Írar voru með leikmenn í bestu liðunum á Englandi, fyrirliða og í Evrópukeppnum og svo framvegis. Við erum ekki með þennan stóra leikmann, en eru með nokkuð góða og efnilega leikmenn sem vonandi verða þessir stóru leikmenn í framtíðinni,“ segir Heimir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá það í heild. Klippa: Heimir ræðir írska landsliðið Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32 Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02 Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Heimir er hér á landi að þjálfa í fótboltaskóla Vals ásamt sonum sínum tveimur. Sumarfríinu fer hins vegar að ljúka og átökin að hefjast á ný með írska landsliðinu sem hann hefur stýrt í rúmt ár. Úrslitin hafa verið misgóð en Írland var í sterkum riðli í Þjóðadeildinni ásamt Englandi og Grikklandi. Tveir sigrar á Finnum og sigur á Búlgaríu í umspili í kjölfarið sýna hins vegar batamerki á leik liðsins. Heimir kann vel við sig í starfi. „Það var smá brekka í byrjun, menn voru ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim eitthvað. En Írar er gott fólk og svipaðir okkur á svo margan hátt. Maður tengir við þá. Það er mikil fagmennska og ég er mjög ánægður að vera þarna,“ segir Heimir. Ekki besti þjálfarinn í teyminu Hann segir teymi sitt þá gott en auk Guðmundar Hreiðarssonar eru aðstoðarþjálfarar hans fyrrum landsliðsmaðurinn John O'Shea og Paddy McCarthy sem lék lengi vel með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Sambandið virðist gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea.Getty/Stephen McCarthy „Maður lærir af öllum sérfræðingunum í kringum sig. Það er auðvitað þannig sem maður vill hafa þetta - að maður læri af þeim sem maður fær til að aðstoða sig. Ég er ofboðslega heppinn með stjórnarmenn en sérstaklega aðstoðarþjálfara og þá sem eru í kringum þjálfarateymið. Það er magnað lið. Ég er ekki besti þjálfarinn í hópnum,“ segir Heimir og glottir við tönn. Horft til framtíðar Írska liðinu hefur gengið misvel undanfarin ár og leikmannahópur liðsins að einhverju leyti ekki á sama kaliberi og áður, þegar menn á við Damien Duff, Roy Keane og Robbie Keane héldu uppi leik liðsins. Fram undan er undankeppni HM þar sem Írland er í riðli með Ungverjum, Armenum og Portúgal. Ærið verkefni bíður Heimis í haust. „Það er búinn að vera hægur stígandi. Það eru nokkrir leikmenn sem eru að vaxa. Við erum ekki með marga úrvalsdeildarleikmenn. Kannski öðruvísi en áður var þegar Írar voru með leikmenn í bestu liðunum á Englandi, fyrirliða og í Evrópukeppnum og svo framvegis. Við erum ekki með þennan stóra leikmann, en eru með nokkuð góða og efnilega leikmenn sem vonandi verða þessir stóru leikmenn í framtíðinni,“ segir Heimir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá það í heild. Klippa: Heimir ræðir írska landsliðið
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32 Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02 Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Leiðinlegir og slappir: Heimir fékk afmæliskort en enga veislu Afmælisbarnið Heimir Hallgrímsson var síður en svo ánægt með lærisveina sína í írska landsliðinu í fótbolta, eftir markalausa jafnteflið á útivelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í vináttulandsleik. 11. júní 2025 11:32
Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. 8. júní 2025 14:02
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00
Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. 30. maí 2025 08:01