„Ég er mjög þreyttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 21:42 Steven Caulker, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi. Stjarnan átti í miklum vandræðum í fyrri hálfleik leiks kvöldsins en óx ásmegin eftir því sem leið á þann síðari. „Mér fannst þeir betra liðið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við sterkari. Sérstaklega eftir að við fengum á okkur markið, þá fundum við rytmann. Því miður náðum við ekki í annað markið til að klára þetta. Mér fannst við eiga betri færi í lok leiks en það gekk ekki upp í dag,“ segir Caulker í samtali við Ágúst Orra Arnarson á Sýn Sport. En hvað var það þá sem þurfti að laga í hléinu? „Bilið á milli öftustu fjögurra og þeirra fremstu var of mikið. Það var starfið mitt og varnarlínunnar að ýta liðinu ofar á völlinn. Mér fannst við gera það en eins og ég segi, við sköpuðum helling af færum en boltinn vildi bara ekki inn. Við skutum í stöng og slá, hefðum getað fengið tvö víti. Mér fannst við gera nóg til að vinna en við vitum að það þarf að gera betur en í fyrri hálfleiknum,“ segir Caulker. Um var að ræða fyrsta leik enska Síerra Leóne-mannsins hér á landi eftir skiptin til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í vor og lagðist niður vegna stífleika undir lok leiks. „Ég er mjög þreyttur, ef ég á að vera hreinskilinn. Það erfiða við að koma á miðju tímabili er að ég fæ enga æfingaleiki. Ég var ekki viss um hvort ég myndi endast í 60, 70 eða 80 mínútur. Ég kláraði 90, það er gott að koma því í tankinn en ég þarf að hvíla mig fyrir sunnudaginn kemur,“ segir Caulker. Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Stjarnan átti í miklum vandræðum í fyrri hálfleik leiks kvöldsins en óx ásmegin eftir því sem leið á þann síðari. „Mér fannst þeir betra liðið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við sterkari. Sérstaklega eftir að við fengum á okkur markið, þá fundum við rytmann. Því miður náðum við ekki í annað markið til að klára þetta. Mér fannst við eiga betri færi í lok leiks en það gekk ekki upp í dag,“ segir Caulker í samtali við Ágúst Orra Arnarson á Sýn Sport. En hvað var það þá sem þurfti að laga í hléinu? „Bilið á milli öftustu fjögurra og þeirra fremstu var of mikið. Það var starfið mitt og varnarlínunnar að ýta liðinu ofar á völlinn. Mér fannst við gera það en eins og ég segi, við sköpuðum helling af færum en boltinn vildi bara ekki inn. Við skutum í stöng og slá, hefðum getað fengið tvö víti. Mér fannst við gera nóg til að vinna en við vitum að það þarf að gera betur en í fyrri hálfleiknum,“ segir Caulker. Um var að ræða fyrsta leik enska Síerra Leóne-mannsins hér á landi eftir skiptin til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í vor og lagðist niður vegna stífleika undir lok leiks. „Ég er mjög þreyttur, ef ég á að vera hreinskilinn. Það erfiða við að koma á miðju tímabili er að ég fæ enga æfingaleiki. Ég var ekki viss um hvort ég myndi endast í 60, 70 eða 80 mínútur. Ég kláraði 90, það er gott að koma því í tankinn en ég þarf að hvíla mig fyrir sunnudaginn kemur,“ segir Caulker.
Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira