Innlent

Tveggja bíla á­rekstur á Suður­landi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bílarnir eru illa útleiknir.
Bílarnir eru illa útleiknir.

Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum.

Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.

Í bókun lögreglunnar standi að tveir bílar hafi lent saman, en öll slys hafi verið minni háttar. Engar upplýsingar liggi fyrir um tildrög slyssins.

„Hér stendur bara að tveir bílar hafi lent saman, og annar lent á hvolfi. Allir aðilar uppistandandi,“ segir hann.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá sjónarvottum haltraði ökumaður annars bílsins og ein stúlka á táningsaldri kvartaði yfir verk í brjóstkassa, sennilega vegna bílbeltisins.

Allir hafi sloppið gríðarlega vel frá slysinu.

Slys á fólki voru minniháttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×