Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. ágúst 2025 13:18 Karol Nawrocki, varð í dag nýr forseti Póllands. EPA/RADEK PIETRUSZKA Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum. Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Nawrocki er fulltrúi þjóðernisíhaldsmanna í embætti rétti eins og forveri hans, Andrzej Duda, sem var forseti Póllands í tíu ár. Í forsetakosningunum, sem fram fóru í byrjun júní sl. naut Nawrocki stuðnings Donalds Trump forseta Bandaríkjanna. Nawrocki er sagður hliðhollur MAGA hreyfingu Trump og tala fyrir kólnandi sambandi við Úkraínu. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi í sumar að Nawrocki myndi beita neitunarvaldi forseta gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og gagnvart hinsegin fólki. Í forsetakosningunum í sumar hlaut Nawrocki 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Kosningasigur Nawrocki var sagt áfall fyrir vonir Donald Tusk forsætisráðherra um að festa frekara samstarf við Evrópusambandið í sessi. Nawrocki er sagður vilja draga úr áhrifum sambandsins og kallaði meðal annars eftir „fullveldi Póllands“ í embættistökunni í morgun. Nawrocki virðist strax ætla að valda ríkisstjórn Donald Tusk usla með því að leggja til aðgerðir eins og skattalækkanir sem líklega verða vinsælar hjá mörgum kjósendum en erfiðar í framkvæmd. „Sem forsætisráðherra hef ég hingað til unnið með þremur forsetum, hvernig verður það með þann fjórða? Við munum ráða við það,“ skrifaði Tusk, í færslu á samfélagsmiðilinn X.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira