Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Það er talað um að ekki sé verið að loka Íslandi, það er í reynd verið að loka Íslandi fyrir fólki frá ríkjum utan Evrópu. Þetta er auðvitað ekkert nema stórfelldur rasismi og útlendingahatur. Þetta er ekki í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Þetta er auðvitað ekkert nema eftirgjöf til fasista og þeirra sem hata útlendinga á Íslandi og í reynd viðurkenning að að þeirra skoðun sé rétt. Þetta mun valda því að ofbeldi fasista og rasista mun aukast á Íslandi. Ísland verður að breyta útlendingalögum þannig að það verði einfaldara og ódýrara að flytja til Íslands fyrir fólk sem kemur frá ríkjum utan ESB/EES og EFTA. Eins og er, þá er nær vonlaust fyrir fólk sem kemur utan ríkja ESB/EES og EFTA að flytja til Íslands. Sérstaklega fólk sem er illa statt efnahagslega af einhverjum ástæðum. Stefna Noregur, Danmerkur í málefnum útlendinga, sem Ísland er núna að taka upp hefur ekki virkað og hefur aldrei virkað í Noregi og Danmörku. Það sem Norðmenn fóru að gera, þar sem upphaflegu reglunar virkuðu ekki var bara að herða reglunar þangað til að þeir komust á þann stað að lögin þeirra fóru að jaðra við að brjóta gegn mannréttindasáttmálum og EES samningum. Undanfarna áratugi hefur stefnan í þessum málaflokki farið ranga leið og engin tilraun verið gerð til þess að laga það sem illa fór. Ástæðan er áróður og lygar öfgafólks til hægri í stjórnmálum á Íslandi og víðar í heiminum. Afleiðingin er sú að mannleg þjáning eykst og skipting heimsins hefur aukast til hins verra. Hérna er einnig verið að blanda saman tveimur hlutum á mjög hættulegan hátt. Það er verið að blanda saman flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum og síðan fólki sem flytur til Íslands eftir að hafa farið í gegnum skriffinskukerfið á Íslandi, sem er mjög fjandsamlegt nú þegar í garð þessa fólks, dýrt og hægfara. Eitthvað sem þarf ekki að vera, heldur er sett upp svona viljandi af íslenskum stjórnvöldum. Flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum eru annar flokkur. Þá sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast til Íslands án þess að fara í gegnum annað ríki í Evrópu. Þetta er tvennt ólíkt og á alls ekki að blanda saman eins og dómsmálaráðherra er að gera í fjölmiðlum. Harðari lagasetning um það hvernig fólk utan EES/ESB og EFTA getur flutt er röng stefna og verður alltaf röng stefna. Þetta er eitthvað sem almenningur á Íslandi ætti að hafna og ætti að hafna stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu. Bæði í stefnuskrá og sérstaklega ef þeir ýta svona lagasetningu í gegn. Það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi er á móti strangari lögum um útlendinga og hefur verið það lengi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki hlustað á það. Heimurinn verður bara verri þegar ríki fara illa með fólk og takmarka flutninga milli landa. Það er einnig verið að gera lítið úr staðreyndum hérna af dómsmálaherra, þingmönnum og fleiri aðilum. Rangfærslur eru skaðlegar og þjóna eingöngu þeim tilgangi að ná fram slæmum lögum í þessu tilfelli hérna. Vandamál með húsnæði er ekki á ábyrgð fólks sem er að flytja til Íslands. Ábyrgðin á því er eingöngu og hefur alltaf verið hjá íslenskum stjórnvöldum, á öllum stigum. Íslensk stjórnvöld, hafa með stefnu sem var ákveðin fyrir mörgum áratugum síðan, á síðustu árum setti þessi stefna húsnæðismarkaðinn og leigumarkaðinn gjörsamlega á hliðina. Ásamt slæmum efnahagslegum ákvörðunum á Íslandi á undanförnum árum og áratugum sem hafa gert stöðu mála miklu verri á Íslandi. Ekkert af þessu er fólki sem flytur til Íslands að kenna. Það er því gjörsamlega galið að dómsmálaráðherra fullyrði að húsnæðisskortur á Íslandi sé fólki sem flytur til Íslands að kenna. Síðan notar dómsmálaráðherra leiðandi orðalag, blekkingar og ósannindi í grein sinni á Vísir. Staðreyndin er einnig að Ísland er í fólksfjölgunar fasa núna en það er bara í einn til tvo áratugi í viðbót. Þá mun þetta snúast við og íslendingum taka að fækka. Mjög líklega verður þessi fólks fækkun mjög hröð þegar hún hefst. Þá mun þetta einnig gerast annarstaðar í heiminum og þá mun flutningur fólks til Íslands nær stöðvast eða stöðvast alveg (ef frá eru taldir íslendingar sem eru að flytja til baka og slíkir hlutir). Ef ekki væri fyrir flutninga fólks til Íslands. Þá væri íslendingum nú þegar farið að fækka samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ef þessum lagabreytingum um málefni útlendinga verður ýtt í gegn á Alþingi. Þá verður árangurinn enginn en tjónið verður mikið í íslensku samfélagi og mun vara í lengri tíma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Það er talað um að ekki sé verið að loka Íslandi, það er í reynd verið að loka Íslandi fyrir fólki frá ríkjum utan Evrópu. Þetta er auðvitað ekkert nema stórfelldur rasismi og útlendingahatur. Þetta er ekki í lagi og hefur aldrei verið í lagi. Þetta er auðvitað ekkert nema eftirgjöf til fasista og þeirra sem hata útlendinga á Íslandi og í reynd viðurkenning að að þeirra skoðun sé rétt. Þetta mun valda því að ofbeldi fasista og rasista mun aukast á Íslandi. Ísland verður að breyta útlendingalögum þannig að það verði einfaldara og ódýrara að flytja til Íslands fyrir fólk sem kemur frá ríkjum utan ESB/EES og EFTA. Eins og er, þá er nær vonlaust fyrir fólk sem kemur utan ríkja ESB/EES og EFTA að flytja til Íslands. Sérstaklega fólk sem er illa statt efnahagslega af einhverjum ástæðum. Stefna Noregur, Danmerkur í málefnum útlendinga, sem Ísland er núna að taka upp hefur ekki virkað og hefur aldrei virkað í Noregi og Danmörku. Það sem Norðmenn fóru að gera, þar sem upphaflegu reglunar virkuðu ekki var bara að herða reglunar þangað til að þeir komust á þann stað að lögin þeirra fóru að jaðra við að brjóta gegn mannréttindasáttmálum og EES samningum. Undanfarna áratugi hefur stefnan í þessum málaflokki farið ranga leið og engin tilraun verið gerð til þess að laga það sem illa fór. Ástæðan er áróður og lygar öfgafólks til hægri í stjórnmálum á Íslandi og víðar í heiminum. Afleiðingin er sú að mannleg þjáning eykst og skipting heimsins hefur aukast til hins verra. Hérna er einnig verið að blanda saman tveimur hlutum á mjög hættulegan hátt. Það er verið að blanda saman flóttafólki sem kemur til Íslands á eigin vegum og síðan fólki sem flytur til Íslands eftir að hafa farið í gegnum skriffinskukerfið á Íslandi, sem er mjög fjandsamlegt nú þegar í garð þessa fólks, dýrt og hægfara. Eitthvað sem þarf ekki að vera, heldur er sett upp svona viljandi af íslenskum stjórnvöldum. Flóttamenn sem koma til Íslands á eigin vegum eru annar flokkur. Þá sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast til Íslands án þess að fara í gegnum annað ríki í Evrópu. Þetta er tvennt ólíkt og á alls ekki að blanda saman eins og dómsmálaráðherra er að gera í fjölmiðlum. Harðari lagasetning um það hvernig fólk utan EES/ESB og EFTA getur flutt er röng stefna og verður alltaf röng stefna. Þetta er eitthvað sem almenningur á Íslandi ætti að hafna og ætti að hafna stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum sem boða slíka stefnu. Bæði í stefnuskrá og sérstaklega ef þeir ýta svona lagasetningu í gegn. Það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi er á móti strangari lögum um útlendinga og hefur verið það lengi. Íslenskir stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki hlustað á það. Heimurinn verður bara verri þegar ríki fara illa með fólk og takmarka flutninga milli landa. Það er einnig verið að gera lítið úr staðreyndum hérna af dómsmálaherra, þingmönnum og fleiri aðilum. Rangfærslur eru skaðlegar og þjóna eingöngu þeim tilgangi að ná fram slæmum lögum í þessu tilfelli hérna. Vandamál með húsnæði er ekki á ábyrgð fólks sem er að flytja til Íslands. Ábyrgðin á því er eingöngu og hefur alltaf verið hjá íslenskum stjórnvöldum, á öllum stigum. Íslensk stjórnvöld, hafa með stefnu sem var ákveðin fyrir mörgum áratugum síðan, á síðustu árum setti þessi stefna húsnæðismarkaðinn og leigumarkaðinn gjörsamlega á hliðina. Ásamt slæmum efnahagslegum ákvörðunum á Íslandi á undanförnum árum og áratugum sem hafa gert stöðu mála miklu verri á Íslandi. Ekkert af þessu er fólki sem flytur til Íslands að kenna. Það er því gjörsamlega galið að dómsmálaráðherra fullyrði að húsnæðisskortur á Íslandi sé fólki sem flytur til Íslands að kenna. Síðan notar dómsmálaráðherra leiðandi orðalag, blekkingar og ósannindi í grein sinni á Vísir. Staðreyndin er einnig að Ísland er í fólksfjölgunar fasa núna en það er bara í einn til tvo áratugi í viðbót. Þá mun þetta snúast við og íslendingum taka að fækka. Mjög líklega verður þessi fólks fækkun mjög hröð þegar hún hefst. Þá mun þetta einnig gerast annarstaðar í heiminum og þá mun flutningur fólks til Íslands nær stöðvast eða stöðvast alveg (ef frá eru taldir íslendingar sem eru að flytja til baka og slíkir hlutir). Ef ekki væri fyrir flutninga fólks til Íslands. Þá væri íslendingum nú þegar farið að fækka samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ef þessum lagabreytingum um málefni útlendinga verður ýtt í gegn á Alþingi. Þá verður árangurinn enginn en tjónið verður mikið í íslensku samfélagi og mun vara í lengri tíma. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar