Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 08:00 Frjálsíþróttakonan Amalie Iuel með barnið sitt Stom. @amalieiuel Frjálsíþróttakonur þurfa hér eftir að gangast undir kynjapróf, svokallað genapróf, til að fá keppnisrétt á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum í framtíðinni. Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel. Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Allar konur sem vilja keppa, á HM, á EM, á Ólympíuleikum eða öðrum mótum sem gefa alþjóðleg stig, þurfa að sanna það með genaprófi að þær séu konur. Það skiptir ekki máli hvort að þær hafi keppt sem konur alla tíð, því aðeins það að standast umrætt genapróf, tryggir þeim þátttökurétt. Norska frjálsíþróttakonan Amalie Iuel er i sömu stöðu og allar hinar frjálsíþróttakonurnar. Það skiptir engu máli að hún sé tiltölulega nýbúin að fæða barn. Norska ríkisútvarpið fjallar um hennar stöðu. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að þessi regla hafi það markmið að verja keppni kvenna í frjálsum íþróttum. „Það sem við erum að segja með þessu er að til þess að fá að keppa í kvennaflokki þá þarftu að vera líffræðilega kvenkyns. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum augum og augum allra hjá sambandinu að skilgreiningin trompar ekki líffræðilega hlutann,“ sagði Sebastian Coe. Það finnst varla meiri sönnun á því að þú sért kona ef þú hefur gengið með og fætt barn. Það dugar samt ekki til hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það er pirrandi að þurfa að fara í þetta próf en þeir vilja víst tryggja það að þú keppir í réttum flokki,“ sagði Amalie Iuel við norska ríkisútvarpið. Iuel finnst það þversagnarkennt að konur sem hafa eignast barn séu skyldaðar í slíkt próf. „Ég er nú nokkuð örugg með mig sjálfa og hver útkoman verður úr mínu prófi. Það kostar mig heldur ekki mikið að taka þetta próf. Ef reglurnar eru svona þá þarf ég bara að fara í það,“ sagði Iuel.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum