Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 18:46 Lögreglan hélt uppi öflugu umferðareftirliti nærri Landeyjahöfn í gær. Vísir/Magnús Hlynur Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“ Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“
Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira