„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Elísa Kristinsdóttir, hlaupakona. Vísir/Ívar Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hlaup Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira
Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hlaup Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Sjá meira