„Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2025 11:55 Tryggvi býst við að Patrick bæti markametið á Skaganum í kvöld. Samsett/Vísir „Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld. Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Tryggvi skoraði 131 mark á sínum tíma með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild og hefur markamet hans staðið frá því í maí 2012 en þá sló hann fyrra met Inga Björns Albertssonar. Met Tryggva er á útleið, þar sem Patrick jafnaði það með sínu 131. marki í 3-1 sigri Vals á FH í síðustu umferð. Tryggvi mun þó áfram vera sá leikmaður sem hefur skorað og lagt upp flest, til samans. „Það er alltaf gaman að eiga einhver met en svo hef ég líka sagt að metin eru til þess að slá þau. En það var einhver góður sem benti mér á að ég geti þó alltaf montað mig af því að ég á enn metið yfir mörk og stoðsendingar saman. Eini yfir 200 þar á Íslandi, þannig að ég held bara í það met,“ segir Tryggvi í samtali við íþróttadeild. Hann sé þá einnig stoltur af því að halda enn metinu sem markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Það bætir Patrick seint. Þónokkrir hafa verið í sambandi við Tryggva síðustu vikur vegna metsins þar sem stefnt hefur í að Patrick bæti það. „Menn sögðu að jæja, það fer að koma að þessu og hvort þyrfti ekki að gera eitthvað. Það voru margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig, í djóki að sjálfsögðu. Maður hefur verið minntur á þetta reglulega síðustu vikur og mánuði,“ segir Tryggvi sem lék einnig í atvinnumennsku, með Tromsö, Stabæk og Örgryte, auk stutts stopps í Stoke, á árunum 1998 til 2004. Hann bendir þá á að hann hafi leikið sem kantmaður stærstan hluta síns ferils, með ÍBV, Fylki og hjá FH en í Hafnarfirðinum skoraði hann 51 deildarmark í 92 leikjum milli 2005 og 2009. „Patrick er náttúrulega pjúra stræker og hefur alltaf spilað stræker. Það gleymist stundum í umræðunni að ég var mikið úti á vinstri kanti. Þetta er ekki algjör samanburður, en samt.“ En bætir Patrick metið í kvöld? „Mig grunar það. Hann er funheitur og væntanlega mjög hungraður í þetta met. Hann tekur vítaspyrnur, eins og ég reyndar gerði líka, svo hann þarf ekki einu sinni að koma sér í færi. Það er bara víti og bang. Ég á von á því að þetta falli í kvöld,“ segir Tryggvi. ÍA og Valur mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla Valur FH ÍBV Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira