Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 19:00 Þar sem öldurnar skella á stuðlaberginu skapast gjarnan hvað hættulegustu aðstæðurnar í Reynisfjöru að sögn landeigenda. Vísir/Vilhelm Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan. Stúlkan sem lést við Reynisfjöru í gær var níu ára gömul og frá Þýskalandi. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. „Við erum náttúrlega bara miður okkar og hugur okkar er hjá fjölskyldu þessarar stúlku,“ segir Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda í Reynisfjöru. „Þetta er afskaplega þungt og erfitt og eins og ég segi þá hugsum við til þessarar fjölskyldu í dag.“ Gult ljós í gær Banaslysið í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.aðsend Í gær var ljósið gult, sem merkir að fólki er ráðlagt að fara ekki lengra en gula línan sem sjá má á myndinni hér að ofan. Skilti sem sýnir þetta svæði fauk í óveðri fyrir nokkru síðan en að sögn Írisar er uppsetning nýs skiltis í vinnslu. Þá sé fjöldinn allur af öðrum merkingum á svæðinu. Frá Reynisfjöru. Myndin til vinstri er úr safni fréttastofu. Myndin til hægri var birt í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær.Samsett mynd „Aðstæðurnar í gær voru eins og þær voru þegar slysin áttu sér stað 2021 og 2022 og það er í rauninni hættulegi staðurinn í Reynisfjöru er við stuðlabergið, þegar sjórinn er að berja á stuðlaberginu og þarna er sá staður sem að myndast þetta frásog. Þannig ef þú lendir þarna úti í sjó þá eru í rauninni afskaplega litlar líkur á að þú komist aftur í land,“ segir Íris. Hugsanlegt næsta skref að hafa mannaða gæslu á svæðinu Þrátt fyrir merkingar og viðvaranir segir Íris erfitt að koma í veg fyrir að fólk fari lengra en ráðlagt er. Einkum þegar einn fer af stað eigi aðrir það til að fylgja á eftir. „Þegar fólk byrjar að fara, það sætir færis og hleypur fyrir jafnvel og reynir að komast inn í helli sem er þarna, Hálsnefshellir,“ segir Íris. Hver getur borið einhvers konar ábyrgð þegar eitthvað slæmt gerist? „Það er öllum heimil ferð um strandir landsins og fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, það er í rauninni ekkert annað um það að segja,“ segir Íris. Fulltrúar landeigenda munu funda með lögreglu og fulltrúum ferðaþjónustunnar á þriðjudaginn þar sem farið verður yfir hvað mögulega sé hægt að gera betur. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur,“ segir Íris. „Þarna eru merkingar, það er kannski hægt að uppfæra þær og jafnvel uppfæra eða lækka hættustuðulinn þannig að það komi oftar rautt ljós. Þannig við munum klárlega tala saman og reyna að finna fleiri lausnir. Svo er næsta skref, það væri þá bara einhver mönnuð gæsla á staðnum en það er þá spurning hvernig það væri unnið.“ Íris Guðnadóttir er meðal landeigenda í Reynisfjöru.Vísir/Lýður Vildi geta lokað við fjörukambinn Spurð hvort það komi til álita af hálfu landeigenda að hreinlega loka aðgangi að fjörunni svarar Íris með því að benda á að uppi á fjörukambinum, þar sem útbúinn hefur verið útsýnispallur, sé hægt að virða fyrir sér fjöruna og landslagið frá öruggum stað. „Ef þú ert uppi á fjörukambinum þá ertu óhultur. Ég persónulega myndi vilja geta lokað bara á fjörukambinum. Þá er spurning, getum við nýtt okkur spákerfið, getum við nýtt okkur söguna sem við eigum í löggæslumyndunum og svoleiðis. Og ef að spáin segir okkur eitthvað getum við þá lokað fyrir, sett einhvern borða á fjörukambinn. En svo er annað mál, að það er afskaplega erfitt að stýra fólki,“ segir Íris. „Við höfum svo sem reynslu af því. Ég sjálf þegar ég kem þarna niður eftir þá reyni ég að vara fólk við ef ég sé að fólk er að fara sér að voða eða eitthvað slíkt og það er bara afskaplega erfitt að fá fólk til að hlusta.“ Ferðaþjónusta Reynisfjara Mýrdalshreppur Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Stúlkan sem lést við Reynisfjöru í gær var níu ára gömul og frá Þýskalandi. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. „Við erum náttúrlega bara miður okkar og hugur okkar er hjá fjölskyldu þessarar stúlku,“ segir Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda í Reynisfjöru. „Þetta er afskaplega þungt og erfitt og eins og ég segi þá hugsum við til þessarar fjölskyldu í dag.“ Gult ljós í gær Banaslysið í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.aðsend Í gær var ljósið gult, sem merkir að fólki er ráðlagt að fara ekki lengra en gula línan sem sjá má á myndinni hér að ofan. Skilti sem sýnir þetta svæði fauk í óveðri fyrir nokkru síðan en að sögn Írisar er uppsetning nýs skiltis í vinnslu. Þá sé fjöldinn allur af öðrum merkingum á svæðinu. Frá Reynisfjöru. Myndin til vinstri er úr safni fréttastofu. Myndin til hægri var birt í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær.Samsett mynd „Aðstæðurnar í gær voru eins og þær voru þegar slysin áttu sér stað 2021 og 2022 og það er í rauninni hættulegi staðurinn í Reynisfjöru er við stuðlabergið, þegar sjórinn er að berja á stuðlaberginu og þarna er sá staður sem að myndast þetta frásog. Þannig ef þú lendir þarna úti í sjó þá eru í rauninni afskaplega litlar líkur á að þú komist aftur í land,“ segir Íris. Hugsanlegt næsta skref að hafa mannaða gæslu á svæðinu Þrátt fyrir merkingar og viðvaranir segir Íris erfitt að koma í veg fyrir að fólk fari lengra en ráðlagt er. Einkum þegar einn fer af stað eigi aðrir það til að fylgja á eftir. „Þegar fólk byrjar að fara, það sætir færis og hleypur fyrir jafnvel og reynir að komast inn í helli sem er þarna, Hálsnefshellir,“ segir Íris. Hver getur borið einhvers konar ábyrgð þegar eitthvað slæmt gerist? „Það er öllum heimil ferð um strandir landsins og fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, það er í rauninni ekkert annað um það að segja,“ segir Íris. Fulltrúar landeigenda munu funda með lögreglu og fulltrúum ferðaþjónustunnar á þriðjudaginn þar sem farið verður yfir hvað mögulega sé hægt að gera betur. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur,“ segir Íris. „Þarna eru merkingar, það er kannski hægt að uppfæra þær og jafnvel uppfæra eða lækka hættustuðulinn þannig að það komi oftar rautt ljós. Þannig við munum klárlega tala saman og reyna að finna fleiri lausnir. Svo er næsta skref, það væri þá bara einhver mönnuð gæsla á staðnum en það er þá spurning hvernig það væri unnið.“ Íris Guðnadóttir er meðal landeigenda í Reynisfjöru.Vísir/Lýður Vildi geta lokað við fjörukambinn Spurð hvort það komi til álita af hálfu landeigenda að hreinlega loka aðgangi að fjörunni svarar Íris með því að benda á að uppi á fjörukambinum, þar sem útbúinn hefur verið útsýnispallur, sé hægt að virða fyrir sér fjöruna og landslagið frá öruggum stað. „Ef þú ert uppi á fjörukambinum þá ertu óhultur. Ég persónulega myndi vilja geta lokað bara á fjörukambinum. Þá er spurning, getum við nýtt okkur spákerfið, getum við nýtt okkur söguna sem við eigum í löggæslumyndunum og svoleiðis. Og ef að spáin segir okkur eitthvað getum við þá lokað fyrir, sett einhvern borða á fjörukambinn. En svo er annað mál, að það er afskaplega erfitt að stýra fólki,“ segir Íris. „Við höfum svo sem reynslu af því. Ég sjálf þegar ég kem þarna niður eftir þá reyni ég að vara fólk við ef ég sé að fólk er að fara sér að voða eða eitthvað slíkt og það er bara afskaplega erfitt að fá fólk til að hlusta.“
Ferðaþjónusta Reynisfjara Mýrdalshreppur Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira