Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 18:38 Austurbæjarbíó hafði lengi verið einn helsti viðburðastaður Reykjavíkur þar til því var breytt í safn og síðar pílubar. Barinn lifir enn góðu lífi en nú hefur staðnum aftur verið breytt í tónleikahús. Vísir/Agnar Tónlistarmenn og gestir á Innipúkanum eru að sögn viðburðarhaldara hæstánægðir við aðstöðuna í Austurbæjarbíó sem er að mörgu leyti aftur farin að gegna sínu gamla hlutverki sem tónleika- og menningarhús. Innipúkinn hefur að sögn tónleikahaldara gengið svo gott sem hnökralaust fyrir sig. Uppselt hafi verið bæði á föstudags- og laugardagskvöld og Eldar Ástþórsson, sem hefur skipulagt hátíðina síðustu fimmtán ár, segir að hver fari að verða síðastur að kaupa sunnudagskvöldið áður en það seljist upp. Austurbæjarbíó er eins og mörgum er kunnugrt sögufrægt bíó-, leik- og tónleikahús en bíóið hefur reyndar á síðustu árum verið lagt undir pílubar. „Húsið er núna að verða aftur tónleika og menningarhús,“ segir Eldar í samtali við fréttastofu. „Og það er mjög gaman að Innipúkinn fái að ryðja brautina þar,“ Hann segir að tónlistarmönnum lítist mjög vel á salinn. Vaka litla hékk í Eldari Ástþóri þegar blaðamaður ræddi við hann . Gólfið í aðalsalnum var klístrað eftir laugardaginn, væntanlega vegna þess að bjór hafi skest á það.Vísir Sögur fara af því að þegar Ragga Gísla hafi lokið sínu setti á tónleikunum á föstudaginn hafi hún óskað Austurbæingum til hamingju með „félagsheimilið“ enda hafði húsið lengi verið menningarmiðja austurbæjarins í Reykjavík. Húsið var fyrst opnað árið 1947 og var það nýtt bæði undir kvikmyndasýningar og tónleikahald. Einn frægasti viðburður sem haldinn hefur verið í húsinu eru tónleikar The Kinks spiluðu þar árið 1965, sem voru á þeim tíma sennilega þekktasta hljómsveit sem hafði spilað á Íslandi. Þá var skemmtistaðurinn Silfurtunglið rekinn í húsinu á sjötta áratuginum og er efri hæðin einmitt nefnd í höfuðið á skemmtistaðnum gamla. Þessi gamla menningarperla breyttist svo í safn fyrir túrista árið 2017 þegar „Tales from Iceland“ opnaði en þremur árum síðar varð safninu lokað í í stað þess opnaður pílustaðurinn Bullseye, sem er enn starfandi í húsinu í dag. Félag athafnamannsins Magnúsar Berg Magnússonar keypti húsnæðið í vor og Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem reka meðal annars Röntgen, tóku við rekstrinum. Pílustaðuirnn fylgdi með kaupunum en létu gera upp salinn sem er nú tilvalinn í tónleikahald og var hann prufukeyrður í síðasta mánuði þegar teknóhátíðin Nærbuxur var haldin. Einnig hélt raftónlistarsveitin Hercules & Love Affair tónleika þar í apríl. Hvað hátíðina varða þá hefur fjölbreyttur hópur á breiðu aldursbili sótt tónleikana, að sögn Eldars. Í kvöld heldur veislan áfram og Eldar kveðst spenntastur fyrir Ásdísi en einnig Þórunni Antóníu og Berndsen, sem munu flytja plötuna Star Crossed frá 2012 sem hefur öðlast hálfgerðan költ-status á síðustu árum. Tónleikar á Íslandi Menning Reykjavík Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans. 29. júlí 2025 20:02 Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár. 19. júní 2025 11:59 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Sjá meira
Innipúkinn hefur að sögn tónleikahaldara gengið svo gott sem hnökralaust fyrir sig. Uppselt hafi verið bæði á föstudags- og laugardagskvöld og Eldar Ástþórsson, sem hefur skipulagt hátíðina síðustu fimmtán ár, segir að hver fari að verða síðastur að kaupa sunnudagskvöldið áður en það seljist upp. Austurbæjarbíó er eins og mörgum er kunnugrt sögufrægt bíó-, leik- og tónleikahús en bíóið hefur reyndar á síðustu árum verið lagt undir pílubar. „Húsið er núna að verða aftur tónleika og menningarhús,“ segir Eldar í samtali við fréttastofu. „Og það er mjög gaman að Innipúkinn fái að ryðja brautina þar,“ Hann segir að tónlistarmönnum lítist mjög vel á salinn. Vaka litla hékk í Eldari Ástþóri þegar blaðamaður ræddi við hann . Gólfið í aðalsalnum var klístrað eftir laugardaginn, væntanlega vegna þess að bjór hafi skest á það.Vísir Sögur fara af því að þegar Ragga Gísla hafi lokið sínu setti á tónleikunum á föstudaginn hafi hún óskað Austurbæingum til hamingju með „félagsheimilið“ enda hafði húsið lengi verið menningarmiðja austurbæjarins í Reykjavík. Húsið var fyrst opnað árið 1947 og var það nýtt bæði undir kvikmyndasýningar og tónleikahald. Einn frægasti viðburður sem haldinn hefur verið í húsinu eru tónleikar The Kinks spiluðu þar árið 1965, sem voru á þeim tíma sennilega þekktasta hljómsveit sem hafði spilað á Íslandi. Þá var skemmtistaðurinn Silfurtunglið rekinn í húsinu á sjötta áratuginum og er efri hæðin einmitt nefnd í höfuðið á skemmtistaðnum gamla. Þessi gamla menningarperla breyttist svo í safn fyrir túrista árið 2017 þegar „Tales from Iceland“ opnaði en þremur árum síðar varð safninu lokað í í stað þess opnaður pílustaðurinn Bullseye, sem er enn starfandi í húsinu í dag. Félag athafnamannsins Magnúsar Berg Magnússonar keypti húsnæðið í vor og Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, sem reka meðal annars Röntgen, tóku við rekstrinum. Pílustaðuirnn fylgdi með kaupunum en létu gera upp salinn sem er nú tilvalinn í tónleikahald og var hann prufukeyrður í síðasta mánuði þegar teknóhátíðin Nærbuxur var haldin. Einnig hélt raftónlistarsveitin Hercules & Love Affair tónleika þar í apríl. Hvað hátíðina varða þá hefur fjölbreyttur hópur á breiðu aldursbili sótt tónleikana, að sögn Eldars. Í kvöld heldur veislan áfram og Eldar kveðst spenntastur fyrir Ásdísi en einnig Þórunni Antóníu og Berndsen, sem munu flytja plötuna Star Crossed frá 2012 sem hefur öðlast hálfgerðan költ-status á síðustu árum.
Tónleikar á Íslandi Menning Reykjavík Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans. 29. júlí 2025 20:02 Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár. 19. júní 2025 11:59 Mest lesið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Sjá meira
Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans. 29. júlí 2025 20:02
Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár. 19. júní 2025 11:59