Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 11:28 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru mjög náin um árabil. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira