Innlent

Hnífurinn reyndist grill­tangir

Samúel Karl Ólason skrifar
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins en útkallið var afturkallað.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins en útkallið var afturkallað. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir.

Engan sakaði alvarlega í líkamsárásinni en samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hlutu bæði árásarmaður og brotaþoli minniháttar áverka. Þá mun enginn hafa verið handtekinn vegna líkamsárásarinnar.

Heilt yfir mun tiltölulega lítið hafa verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi Eystra í gærkvöldi og í nótt. Hátíðin Síldarævintýrið er haldið á Siglufirði og svo er Ein með öllu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×