Körfubolti

Álfta­nes bætir Banda­ríkja­manni við hópinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
David Cohn mun leika með liði Álftaness á næsta tímabili.
David Cohn mun leika með liði Álftaness á næsta tímabili. umf álftanes

Hinn bandaríski David Cohn hefur samið við Álftanes um að leika með liðinu á næstu leiktíð í Bónus deild karla. Hann er 188 sentimetra hár bakvörður sem hefur lengst af leikið í Þýskalandi.

Álftanes greinir frá fengnum á miðlum félagsins og fer ítarlega yfir feril leikmannsins, allt frá barnæskunni í Chicago og ísraelskum uppruna hans til áranna í Þýskalandi.

David Cohn er fjórði nýi leikmaðurinn sem Álftanes semur við í sumar.

Fyrr í vikunni samdi félagið við finnska framherjann Shawn Hopkins en áður hafði verið greint frá samningum við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Ragga Nat, og Sigurð Pétursson, sem kemur frá Keflavík.

Þá framlengdi félagið einnig samninginn við ítalska miðherjann og hunangsbangsann David Okeke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×