Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2025 14:17 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um stunguárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ að kvöldi 20. júní síðastliðins er grunaður um fjöldamörg önnur alvarleg brot. Árásin beindist að fjölskylduföður sem ætlaði að reka manninn á brott. Svo virðist sem meintur árásarmaður hafi verið kominn að heimili þeirra vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði sem hefur verið birtur á vef Landsréttar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. ágúst næstkomandi. Fram kemur að ástand mannsins sé ekki gott. Hann sé í mikilli fíkniefnaneyslu og hefur talað um geimverur og átt erfitt með að skilja raunveruleikann í skýrslutökum. Þurfti lífsbjargandi aðgerð Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu eftir að klukkan sló tíu að kvöldi 20. júní. Fyrsta tilkynningin mun hafa verið á þá leið að maður væri að reyna að brjóta rúður á bílskúr fjölskyldunnar og stuttu síðar var lögreglu tilkynnt um árás. Þegar lögreglu bar að garði hitti hún fyrir son mannsins sem var stunginn. Hann sagði mann hafa ráðist á föður sinn með hníf og flúið af vettvangi. Faðirinn var á vettvangi með alverlega stunguáverka á hönd, hnakka, og baki. Fram kemur að mikið hafi blætt úr honum. Sjúkralið hafi komið á vettvang og hlúð að honum og hann svo fluttur á heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en á leið þangað hafi heilsu hans farið að hraka verulega og hann verið fluttur á forgangi á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þar gekkst hann undir lífsbjargandi aðgerð og var í kjölfarið vistaður á gjörgæsludeild. Hringdi á lögreglu og sá svo eiginmann svo útataðan blóði Á vettvangi var líka rætt við eiginkonu mannsins. Hún sagði að þetta kvöld hefðu þau hjónin heyrt háa skelli og öskur fyrir utan hjá sér. Hún hafi kíkt út og séð svartklæddan mann berja með skóflu á hurðina að bílskúr sem staðsettur er í bakgarði heimils þeirra. Hún hafi kallað til þessa manns og eiginmaður hennar farið út í því skyni að vísa manninum í burtu. Konan sagðist hafa hringt á lögreglu og því næst séð eiginmann sinn mjög blóðugan. Lögreglan mun hafa fengið lýsingar af árásarmanninum og svo aðgang að upptökum úr myndavélakerfi á vettvangi. Svo virðist sem lögreglan hafi borið kennsl á hann. Hún fór í leit að meintum árásarmanni og fannst hann að endingu í íbúð í Garðabæ rétt áður en klukkan varð eitt um nóttina. Talaði um geimverur Hann gisti í fangageymslu um nóttina og morguninn eftir tók lögreglan skýrslu af honum. Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum kvaðst hann í fyrstu ekkert kannast við árásina. Síðar í skýrslutökunni hafi hann talað um að hafa gleymt hlaupahjóli fyrir utan skúrinn sem ahnn var að berja á. Hann taldi son mannsins hafa verið að gera við hjólið. Þá vildi hann meina að fjórir menn hefðu ráðist á hann og sagðist hann muna eftir orðaskiptum við konu sem hafi sagt honum að fara. Hann er sagður hafa virst muna lítið sem ekkert um þessa árás. Lögreglan hafi þá borið undir þennan meinta árásarmann ljósmyndir af hníf, þeim sem hann er talinn hafa beitt í árásinni. Hann hafi sagt eiga hnífinn og ávallt ganga um með hann vafinn inn í klút. Síðar í skýrslutökunni hafi hann viljað draga allt til baka varðandi hnífinn. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi ekki virst vera að átta sig á aðstæðum, eða sýna minnstu iðrun. Framburður hans sé samhengislaus. Hann tali nokkuð um geimverur og fari um víðan völl. Hann hafi kvaðst ekki vita hvað væri raunverulegt. Önnur skýrslutaka var tekin af manninum nokkrum dögum síðar. Þá sagðist hann hafa stungið manninn, en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Sá manninn út um gat Sonur fjölskylduföðurins sagði í annarri skýrslutöku að umrætt kvöld hefði hann verið í skúr sem staðsettur er á baklóð heimils þeirra. Um tíuleytið hefði verið barið harkalega á hurðina og fyrir utan hefði verið maður með mikil læti og öskur. Hann hefð kíkt út um gat á hurðinni og séð manninn berja á hurðina. Þá hafi hann séð móður sína fara út á svalir og hefði maðurinn hótað að drepa hana. Því næst hefði faðir hans komið út og maðurinn ráðist á hann. Faðir hans hefði reynt að taka manninn niður, en þá hafi árásarmaðurinn beitt vopnum, en gat ekki lýst því nánar. Sonurinn sagðist ekki þekkja árásarmanninn, en hann hafði heyrt talað um hann. Þá hefði hann haft samband við sig á Messengar vegna hlaupahjóls. Man ekki eftir árásinni Fjölskyldufaðirinn lýsti atvikum með svipuðum hætti og sonur hans og eiginkona. Hann sagðist hafa ætlað út að vísa manninum í burtu, en hann hefði virst vera í miklu ójafnvægi og æstur. Hann mundi eftir því að ganga niður stiga hússins, en mundi ekki meir. Á sér langa brotasögu Fram kemur að meintur árásarmaður eigi sér langa brotasögu. Hann sé skráður sakborningur í 67 málum lögreglu, en meirihluta þeirra mála sé ólokið. Að mati lögreglu hefur ástand hans augljóslega farið hrakandi á síðastliðnu ári. Hann virðist í stjórnlausri fíkniefnaneyslu, og andlegt ástand hans mjög bágborið. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum eru nokkur mál þar sem árásarmaðurinn er grunaður um brot reifuð. Þau eru öll frá þessu og síðasta ári. Hann er til dæmis grunaður um að stappa á andliti manns á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Í maí á þessu ári er hann sagður hafa tekið þátt í árás í íbúð ásamt öðrum. Í kjölfar hennar hafi hann tekið upp hníf og otað honum að konu og hótað að drepa alla í íbúðinni meðan hann sveiflaði hnífnum. Þá er hann talinn hafa, ásamt öðrum, dregið upp kylfur í Skagafirði og haft í hótunum við konu sem var húsráðandi á ótilgreindum stað. Þeir hafi hótað að brjóta á henni hnéskeljarnar. Þar að auki er maðurinn grunaður um að ráðast á bíl með skóflu. Hann hafi svo lokað sig af í húsnæði þar skammt frá og sagst vera vopnaður haglabyssu og hótaði að skjóta í átt að lögreglu. Sérsveitin var kölluð til vegna þess. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði sem hefur verið birtur á vef Landsréttar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. ágúst næstkomandi. Fram kemur að ástand mannsins sé ekki gott. Hann sé í mikilli fíkniefnaneyslu og hefur talað um geimverur og átt erfitt með að skilja raunveruleikann í skýrslutökum. Þurfti lífsbjargandi aðgerð Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu eftir að klukkan sló tíu að kvöldi 20. júní. Fyrsta tilkynningin mun hafa verið á þá leið að maður væri að reyna að brjóta rúður á bílskúr fjölskyldunnar og stuttu síðar var lögreglu tilkynnt um árás. Þegar lögreglu bar að garði hitti hún fyrir son mannsins sem var stunginn. Hann sagði mann hafa ráðist á föður sinn með hníf og flúið af vettvangi. Faðirinn var á vettvangi með alverlega stunguáverka á hönd, hnakka, og baki. Fram kemur að mikið hafi blætt úr honum. Sjúkralið hafi komið á vettvang og hlúð að honum og hann svo fluttur á heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en á leið þangað hafi heilsu hans farið að hraka verulega og hann verið fluttur á forgangi á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þar gekkst hann undir lífsbjargandi aðgerð og var í kjölfarið vistaður á gjörgæsludeild. Hringdi á lögreglu og sá svo eiginmann svo útataðan blóði Á vettvangi var líka rætt við eiginkonu mannsins. Hún sagði að þetta kvöld hefðu þau hjónin heyrt háa skelli og öskur fyrir utan hjá sér. Hún hafi kíkt út og séð svartklæddan mann berja með skóflu á hurðina að bílskúr sem staðsettur er í bakgarði heimils þeirra. Hún hafi kallað til þessa manns og eiginmaður hennar farið út í því skyni að vísa manninum í burtu. Konan sagðist hafa hringt á lögreglu og því næst séð eiginmann sinn mjög blóðugan. Lögreglan mun hafa fengið lýsingar af árásarmanninum og svo aðgang að upptökum úr myndavélakerfi á vettvangi. Svo virðist sem lögreglan hafi borið kennsl á hann. Hún fór í leit að meintum árásarmanni og fannst hann að endingu í íbúð í Garðabæ rétt áður en klukkan varð eitt um nóttina. Talaði um geimverur Hann gisti í fangageymslu um nóttina og morguninn eftir tók lögreglan skýrslu af honum. Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum kvaðst hann í fyrstu ekkert kannast við árásina. Síðar í skýrslutökunni hafi hann talað um að hafa gleymt hlaupahjóli fyrir utan skúrinn sem ahnn var að berja á. Hann taldi son mannsins hafa verið að gera við hjólið. Þá vildi hann meina að fjórir menn hefðu ráðist á hann og sagðist hann muna eftir orðaskiptum við konu sem hafi sagt honum að fara. Hann er sagður hafa virst muna lítið sem ekkert um þessa árás. Lögreglan hafi þá borið undir þennan meinta árásarmann ljósmyndir af hníf, þeim sem hann er talinn hafa beitt í árásinni. Hann hafi sagt eiga hnífinn og ávallt ganga um með hann vafinn inn í klút. Síðar í skýrslutökunni hafi hann viljað draga allt til baka varðandi hnífinn. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi ekki virst vera að átta sig á aðstæðum, eða sýna minnstu iðrun. Framburður hans sé samhengislaus. Hann tali nokkuð um geimverur og fari um víðan völl. Hann hafi kvaðst ekki vita hvað væri raunverulegt. Önnur skýrslutaka var tekin af manninum nokkrum dögum síðar. Þá sagðist hann hafa stungið manninn, en sagði það hafa verið í sjálfsvörn. Sá manninn út um gat Sonur fjölskylduföðurins sagði í annarri skýrslutöku að umrætt kvöld hefði hann verið í skúr sem staðsettur er á baklóð heimils þeirra. Um tíuleytið hefði verið barið harkalega á hurðina og fyrir utan hefði verið maður með mikil læti og öskur. Hann hefð kíkt út um gat á hurðinni og séð manninn berja á hurðina. Þá hafi hann séð móður sína fara út á svalir og hefði maðurinn hótað að drepa hana. Því næst hefði faðir hans komið út og maðurinn ráðist á hann. Faðir hans hefði reynt að taka manninn niður, en þá hafi árásarmaðurinn beitt vopnum, en gat ekki lýst því nánar. Sonurinn sagðist ekki þekkja árásarmanninn, en hann hafði heyrt talað um hann. Þá hefði hann haft samband við sig á Messengar vegna hlaupahjóls. Man ekki eftir árásinni Fjölskyldufaðirinn lýsti atvikum með svipuðum hætti og sonur hans og eiginkona. Hann sagðist hafa ætlað út að vísa manninum í burtu, en hann hefði virst vera í miklu ójafnvægi og æstur. Hann mundi eftir því að ganga niður stiga hússins, en mundi ekki meir. Á sér langa brotasögu Fram kemur að meintur árásarmaður eigi sér langa brotasögu. Hann sé skráður sakborningur í 67 málum lögreglu, en meirihluta þeirra mála sé ólokið. Að mati lögreglu hefur ástand hans augljóslega farið hrakandi á síðastliðnu ári. Hann virðist í stjórnlausri fíkniefnaneyslu, og andlegt ástand hans mjög bágborið. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum eru nokkur mál þar sem árásarmaðurinn er grunaður um brot reifuð. Þau eru öll frá þessu og síðasta ári. Hann er til dæmis grunaður um að stappa á andliti manns á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nóvember í fyrra. Í maí á þessu ári er hann sagður hafa tekið þátt í árás í íbúð ásamt öðrum. Í kjölfar hennar hafi hann tekið upp hníf og otað honum að konu og hótað að drepa alla í íbúðinni meðan hann sveiflaði hnífnum. Þá er hann talinn hafa, ásamt öðrum, dregið upp kylfur í Skagafirði og haft í hótunum við konu sem var húsráðandi á ótilgreindum stað. Þeir hafi hótað að brjóta á henni hnéskeljarnar. Þar að auki er maðurinn grunaður um að ráðast á bíl með skóflu. Hann hafi svo lokað sig af í húsnæði þar skammt frá og sagst vera vopnaður haglabyssu og hótaði að skjóta í átt að lögreglu. Sérsveitin var kölluð til vegna þess.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira