Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:59 María Eldey Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna í frisbígolfi. Marika Salmi Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María. Frisbígolf Noregur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María.
Frisbígolf Noregur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira