Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:16 Utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segja tollaákvörðun Trumps hafa komið verulega á óvart. Vísir/Hjalti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“ Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær forsetatilskipun þar sem tíu til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landsins. Tollar á vörur frá Íslandi verða fimmtán prósent, en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. „Fyrir það fyrsta þá eru þetta vonbrigði. Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur þannig að við förum vel yfir stöðu mála, hagtölur ekki síst og hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hagtölum beri ekki saman Samtöl voru byrjuð milli ríkjanna í vor eftir að tíu prósent tollar voru boðaðir á íslenska vöru. Þorgerður segir að ýtt verði frekar á samtal. „Við fengum strax þá viðbrögð sem bentu ekki til annars en að Bandaríkin séu reiðubúin til viðræðna. Ég vona að þær þá geti hafist formlega fyrr en síðar.“ Fimmtán prósent eru lágmarkstollur fyrir ríki sem flytja meira út til Bandaríkjanna en þau flytja inn frá Bandaríkjunum. Samkvæmt Hagstofunni flytur Ísland mun meira inn frá Bandaríkjunum en út til þeirra. Forsendur hækkunarinnar liggja ekki fyrir og taka tollarnir flestir gildi eftir sjö daga. „Það er allavega ljóst að hagtölum ber ekki saman og það var meðal annars vegna þess sem ég skrifa þetta bréf fyrr í sumar. Afstaða okkar er alveg skýr að við teljum þessar tollahækkanir hvorki hagnast íslenskum eða bandarískum neytendum né atvinnulíf,“ segir Þorgerður. Útflutningur Alvogen þrætueplið Samkvæmt heimildum fréttastofu felst munur í útreikningi Bandaríkjanna og Íslands á útflutningi lyfjafyrirtækisins Alvogen. Alvogen flytur vörur sínar fyrst til Evrópu áður en þær eru fluttar til Bandaríkjanna og eru því ekki reiknaðar til útflutningsvara til Bandaríkjanna hjá Hagstofunni. Bandaríkin líta öðru vísi á þetta og taka vörur Alvogen með inn í sinn reikning. „Mér skilst að munurinn liggi í því hvernig útflutningur Alvotec á lyfjum er reiknaður. Þetta eru ekki stórar tölur, sérstaklega ekki í samhengi bandarískra utanríkisviðskipta,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Lítill fyrirsjáanleiki í samskiptum við Bandaríkin Ólafur segir jákvætt að sjá snögg viðbrögð stjórnvalda. „Þetta kom náttúrulega mjög á óvart. Fyrirtæki voru farin að undirbúa sig undir tíu prósenta tolla, sem hafði verið boðaður. Þessi hækkun í fimmtán prósent kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. En fyrirsjáanleikinn í samskiptum við Bandaríkin núna er bara enginn,“ segir Ólafur. „Það er bara gott að heyra það frá stjórnvöldum nú þegar að það eigi að bregðast við þessu.“
Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31
Setur háa tolla á Evrópu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin. 26. febrúar 2025 19:22