Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2025 10:00 Nayib Bukele, forseti El Salvador. AP/Salvador Melendez Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok. El Salvador Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Bukele, sem er 44 ára gamall, situr nú sitt annað kjörtímabil. Hann var fyrst kjörinn til embættis árið 2019 með loforðum um að uppræta landlæga spillingu og draga úr glæpum. Hann bauð sig aftur fram í fyrra, þrátt fyrir að stjórnarskrá El Salvador sagði að forseti mætti ekki sitja tvö kjörtímabil samfleytt. Forsetinn og bandamenn hans skipuðu nýja dómara í hæstarétt ríkisins sem komust að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin hefði verið rangtúlkuð og að forsetar mættu sitja lengur. Kosningarnar vann hann svo með miklum yfirburðum. Bukele hefur safnað miklum völdum í embætti og er flokkur hans, sem kallast „Nýjar hugmyndir“, er með aukinn meirihluta á þingi. Skömmu eftir að hann tók við embætti kom hann á herlögum, sem eru enn í gildi, vegna baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þúsundir ungra manna hafa verið fluttir í fangelsi án dóms og laga síðan þá. Glæpatíðni hefur, samkvæmt frétt New York Times, lækkað töluvert, en mannréttindasamtök segja baráttuna og stjórnartilburði Bukeles hafa komið verulega niður á réttindum almennra borgara. Þá nýtur Bukele mikils stuðnings frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur hann verið að taka við fólki sem fangelsað hefur verið í Bandaríkjunum og sett það í fangelsi í El Salvador. Mannréttindafrömuðir á flótta AP fréttaveitan sagði frá því í júlí að forsvarsmenn stærstu mannréttindasamtaka landsins hefðu tilkynnt að samtökin ætluðu að hætta starfsemi í El Salvador vegna ógnana og lögsókna frá ríkisstjórn Bukeles. Í samtali við fréttaveituna sagði framkvæmdastjóri samtakanna, sem kallast Cristosal, að undanfarna mánuði hefði kúgun aukist verulega í El Salvador. Fjölmargir aðilar sem börðust fyrir mannréttindum í landinu hefðu þurft að flýja. Ríkisstjórn Bukeles samþykkti í maí lög sem svipa til umdeildra laga í Rússlandi, Belarús, Kína og Venesúela og hafa verið notuð þar til að kæfa gagnrýni og stjórnarandstöðu og stöðva rekstur mannréttindasamtaka. Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði og munu þessar nýju breytingar á stjórnarskrá El Salvador gera honum kleift að bjóða sig aftur fram, eins og lengi og hann vill. Forsetinn, sem hefur sjálfur titlað sig sem „flottasta einræðisherra heimsins,“ sagði í júní að hann vildi frekar vera álitinn einræðisherra en að leyfa glæpamönnum að starfa óáreittir í landinu. Sagði lýðræðið dautt í El Salvador Eins og áður segir fela breytingarnar á stjórnarskrá El Salvador í sér að takmarkanir á fjölda kjörtímabilum forseta falla úr gildi. Þetta gildir einnig um aðra embættismenn eins og borgarstjóra og sömuleiðis þingmenn. Breytingarnar fela einnig í sér að forsetakosningar fari fram á sama tíma og þing- og sveitarstjórnarkosningar. Þar að auki verður, samkvæmt AP fréttaveitunni, hætt að halda tvær lotur í forsetakosningum, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem fengu mest fylgi í fyrri lotunni mæta hvorum öðrum í þeirri seinni. Frumvarpið var samþykkt af 57 þingmönnum en þrír greiddu atkvæði gegn því. Marcela Villatoro, einn þeirra þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu lýsti því yfir á þingfundi að „lýðræði El Salvador væri dautt“. Hún sagði að breytingarnar myndu auka spillingu, frændhygli. Draga myndi úr lýðræðisþátttöku og lýðræðið myndi lýða undir lok.
El Salvador Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent