Sport

Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Desmond Watson fær ekki að æfa með Tampa Bay Buccaneers fyrr en hann léttir sig.
Desmond Watson fær ekki að æfa með Tampa Bay Buccaneers fyrr en hann léttir sig. Getty/ Julio Aguilar

Desmond Watson var valin í NFL deildina af Tampa Bay Buccaneers í vor en það er eitt vandamál. Hann er of þungur.

Buccaneers hefur nú bannað Watson að æfa með liði sínu þar til að hann léttir sig.

Einhver myndi halda það að hann þyrfti einmitt að æfa til að létta sig en þær æfingar hans þurfa að fara fram annars staðar en meðal liðsfélaganna.

Watson er mjög stór strákur og hefur stærð, kraft og skriðþunga sem Buccaneers trúir að muni hjálpa liðinu.

Watson mældist í kringum nýliðavalið 210 kíló en samkvæmt opinberri skráningu Buccaneers þá er hann kominn niður í 203 kíló en það er ekki nóg.

Þessar þyngdir myndu gera hann þyngsta leikmanninn í sögu NFL.

Forráðamenn Tampa Bay Buccaneers pressa nú á það að strákurinn komi sér í betra líkamlega form áður en þeir treysta honum að fara út í alvöruna.

Þetta er auðvitað mjög sérstök byrjun á NFL-ferli Watson en vonandi tekst honum að létta sig og komast aftur inn á æfingar liðsins.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×