Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2025 21:05 Justin Timberlake hefur verið á löngu tónleikaferðalagi síðustu tvö ár en því lauk í dag. Hann mun væntanlega ná að hvíla sig aðeins á næstu misserum. Getty Popparinn Justin Timberlake greindist með Lyme-sjúkdóm, sem berst gjarnan í mannfólk gegnum skógarmítla, á tónleikaferðalagi sínu sem var að klárast Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu. Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Hinn 44 ára Timberlake greindi frá greiningunni í Instagram-færslu fyrr í dag í kjölfar endaloka tónleikaferðalagsins „Forget Tomorrow“. „Eins og mörg ykkar vita er ég frekar prívat manneskja. En þar sem ég er að fara yfir túrinn og hátíðaferðalagið vil ég segja ykkur aðeins meira um það sem hefur verið í gangi með mig,“ skrifar hann í færslunni. „Meðal annars hef ég verið að glíma við heilsufarsvandamál, ég greindist með Lyme-sjúkdóm - sem ég er ekki að greina frá svo ykkur líði illa fyrir mína hönd - heldur til að varpa ljósi á það sem ég hef þurft að eiga við bakvið tjöldin.“ Útskýrði sársaukann, þreytuna og slappleikann „Ef þú hefur upplifað sjúkdóminn eða þekkir einhvern sem hefur gert það þá ertu meðvitaður: að lifa með honum getur verið lamandi, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Timberlake. Samkvæmt Heilsuveru er Lyme-sjúkdómur smitsjúkdómur í mönnum af völdum bakteríunnar Borrelia burgdorferi sem berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils þegar hann nærist á blóði. Helsta einkenni hans eru húðroði en einnig getur fólk fundið fyrir hita, kuldahrolli, slappleika, vöðva- og beinverkjum og þreytu. „Þegar ég fékk greiningu var ég í áfalli í fyrstu. En, ég gat allavega skilið af hverju ég fann fyrir gríðarlegum taugasársauka uppi á sviði eða fann fyrir klikkaðri þreytu eða slappleika,“ skrifar hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) Ákvað að halda samt áfram með túrinn Timberlake segist hafa þurft að taka ákvörðun um að halda áfram með túrinn eða stöðva hann. „Ég ákvað að gleðin sem ég fæ út úr því að fara á sviði vægi mun meira en hverfult stressið sem líkaminn minn fann fyrir. Ég er svo ánægður að ég skyldi halda áfram,“ skrifar hann. „Ekki aðeins sannaði ég eigin andlegu seiglu fyrir sjálfum mér heldur á ég líka svo mörg einstök augnablik með ykkur öllum sem ég mun aldrei gleyma.“ Sjúklingar sem fá sýklalyf snemma eftir greiningum jafna sig yfirleitt fljótt og að fullu samkvæmt Heilsuveru. Sýklalyf virka einnig vel á flesta þá sem fá þau á seinni stigum þó sumir geti fundið fyrir langvarandi taugaskaða. Þekktir einstaklingar sem hafa greinst með Lyme-sjúkdóm eru Justin Bieber, Shania Twain og Avril Lavigne Sjúkdómsgreiningin er ekki það fyrsta sem skók túr Timberlake því hann var gripinn við aka ölvaður undir stýri árið 2024. Hann játaði sekt sína og sagðist hafa lært sína lexíu af málinu.
Heilbrigðismál Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51