Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 17:32 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um Vík í Mýrdal sem birtingarmynd alls þess sem að er í ferðaþjónustunni á Íslandi. Þessu hafnar sveitarstjórinn. vísir/samsett Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir. Í sínu nýjasta tölublaði og í fjölda greina á vefnum hefur Heimildin fjallað um fjöldaferðamennsku og hvernig hún kemur niður á þorpum víða á landsbyggðinni. Í blaðinu er máluð upp mynd af sveitum Íslands þar sem íslensk tunga hefur verið gerð brottræk, erlendu vinnuafli innflutt í massavís og innviðum að falla saman undan þunga þessa iðnaðar. Einar Freyr hnaut sérstaklega um grein sem birtist á vef Heimildarinnar í gær þar sem rætt er við aðflutta íbúa sem tíunda allt það fyrrnefnda. Sjá einnig: Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Tveir þriðju íbúa Víkur eru erlendir ríkisborgarar og langstærsta atvinnugrein bæjarins er ferðaþjónusta. Ljóst er að vinnuaflið sem þarf til að knýja öra uppbyggingu í bænum var ekki hægt að sækja í nágrannasveitir þannig að flestir aðfluttir íbúar koma að utan. Einar gengst við því að þessu fylgi ýmsar áskoranir en hann segir umfjöllun Heimildarinnar einhliða og úr takti við staðreyndir. Skiptar skoðanir Í greininni fyrrnefndu er rætt við íbúa sem viðraði áhyggjur sínar af því að börnin í þorpinu tali ekki íslensku og að það muni skerða lífsgæði þeirra til frambúðar. Þessu hafnar Einar staðfastlega og segir það óábyrgt af blaðamönnum Heimildarinnar að hafa slíkt eftir viðmælanda án þess að sannreyna það. Hann segir bæinn allan einblína mjög á að tryggja börnum erlendra innflytjenda stuðning enda gefur það auga leið að nái börn ekki almennilegum tökum á íslensku á barnsaldri skerðir það verulega tækifæri þeirra í námi og starfi. „Við teljum það mikilvægt að grípa þessi börn sem allra fyrst, síðan höfum við líka verið að vinna heilmikið í því að tryggja stuðning við erlenda foreldra, nybúin að ráða sérstakan starfsmann í verkefnastjórnun íslenskukennslu og inngildingar,“ segir hann. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri og uppalinn Mýrdælingur.Sýn/Ívar Fannar Einar segir allan bæinn átta sig á þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir en að málflutningur Heimildarinnar gagnist engum. Það sé sveitastjórnarinnar að gæta að fólki líði vel í bænum og vilji þar eiga heima. Viðskipta-, menningar- og félagslíf bæjarins blómstri í dag og þjónustan slík að Víkverja hefði ekki órað fyrir því fyrir tíu, fimmtán árum. Mikið púður sé lagt í að tryggja inngildingu barna sem fullorðinna og þar séu innflytjendur fremst í flokki. Mikið var rætt um enskumælandi ráð sem sveitarstjórnin kom upp á síðasta ári og hlaut sérstök verðlaun Byggðastofnunar fyrir. Meðal þeirra sem klóruðu sér í kollinum við verðlaunaveitingunni var Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og þá fjölmiðlamaður. Hann sagði það alvarlegt rannsóknarefni ef Byggðastofnun teldi þróunina í Vík í Mýrdal dæmi um góða byggðastefnu, „þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku.“ Íbúaveltan minni en búist var við Þessu svaraði Einar Freyr og ítrekar í samtali við blaðamann að mesta púður ráðsins hafi einmitt farið í að ræða hvernig bæta mætti íslenskukennslu. Fólki finnist það mikilvægt að þau og þá sérstaklega börn þeirra nái góðum tökum á íslensku. Uppsveifla bæjarins hafi þó verið það ör að hann sé enn að ná áttum. „Það tekur tíma að móta réttu leiðirnar til að ná þessum markmiðum. Við erum enn þá að læra. Þessi mikla fólksfjölgun hefur gerst alveg ævintýralega hratt hjá okkur og eðlilega tekur tíma að finna réttu verkfærin,“ segir hann. Ljóst er þó að langtímaáætlanir duga skammt ef uppistaða íbúa bæjarins eru eins konar farandverkamenn í ferðaþjónustunni sem hafa ekki í hyggju að setjast að í bænum. Einar segir að íbúaveltan í bænum hafi þó hægt og bítandi dregist saman. Það hafi komið skýrt fram þegar faraldur kórónuveirunnar reið yfir heimsbyggðina að taug íbúanna væri rammari en séð var fyrir. Talsverður fjöldi einangraði sig í Mýrdal frekar en að bærinn tæmdist á einni nóttu. „Áskorunin er hins vegar sú að það tekur fólk tíma að taka ákvörðun að setjast hér að. Svo gerist lífið og það fer að eignast börn,“ segir Einar. Ísland stendur sig verst í tungumálakennslu Til að til þess komi skipti þó viðhorf innfæddra talsverðu máli. „Viljum við hlusta á þessa íbúa? Það var svolítið upplifunin við síðustu kosningar. Bæði framboðin lögðu sig fram við að ræða við alla íbúa, hvort sem þeir tali íslensku eða ekki. Það var litið á það þannig að við erum búin að ákveða að innheimta skatta af þessum íbúum og þeir eru með kosningarétt. Er þá ekki eðlilegt að þeir fái tækifæri til að hafa áhrif?“ segir Einar. Vaxtaverkirnir blasa við bæjarbúum en Einar segir að fólk þurfi að vera raunsætt. Samfélagsbreytingarnar sem hafa átt sér stað í Mýrdal undanfarin ár séu örari en nokkuð sem þekkist annars staðar. Ísland stendur sig verst í aðlögun innflytjenda innan OECD-ríkjanna og það sést glöggt í nýrri skýrslu OECD um stöðu inngildingar á Íslandi frá í september 2024. Þó svo að á Íslandi sé hæsta atvinnuþátttaka meðal innflytjenda af öllum þátttökuríkjum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall erlendra innflytjenda á Íslandi sem eru fær á íslensku nemur um fimmtán prósent. Meðaltal OECD-ríkjanna er 60 prósent. Ísland stendur sig svo illa í þessum efnum að það vekur furðu. Einar segir Mýrdalshrepp leggja sig allan fram við að mæta þeim áskorunum þessu fylgja en að hinn armur hins opinbera, ríkið, sé ekki með skýra stefnu í málaflokknum. Það er nokkuð sem OECD-skýrslan fyrrnefnda gagnrýnir einnig. „Mér hefur oft fundist stefna ríkisins ekki vera kýrskýr og stuðningur ríkisins gagnvart samfélögum eins og okkar hefur ekki verið til staðar. Við erum að vinna hérna ein á báti að bregðast við. Ríkið hefur ekki verið að sinna þessum málaflokki nógu vel,“ segir hann. Bjarga þýddir matseðlar íslenskunni? Hann segir það áleitna spurningu hvort ekki sé kominn tími á að mótaður verði samfélagssáttmáli um það að íslenska sé málið alls staðar og segir ljóst að ríkið þurfi að taka virkari þátt í að móta stefnu til framtíðar í málaflokknum. Atvinnulífið og hið opinbera þurfi að vinna saman að því að tryggja það að íslenskan standi styrkum fótum og verði ekki undir. Einar nefnir sem dæmi matseðla og skilti víða um Suðurlandið þar sem allt er á ensku. Hann sé þeirrar skoðunar að íslenska ætti að vera í fyrirrúmi hvert sem litið er. Skilti og matseðlar eru eitt, en ef mál starfsmanna á tilteknum vinnustað er enska er ekki um mikla breytingu að ræða, er það? Ert þú fylgjandi einhverjum róttækari breytingum? „Ég er ekki með róttækar breytingar sem ég ætla að leggja til en mér finnst sjálfsagt mál að ræða hlutina. Ræða það hver verkfæri okkar eru og hvernig viljum við breyta hlutunum. En mér finnst fréttaflutningur eins og sá sem ég gagnrýndi hjá Heimildinni sem er algjörlega einhliða þar finnst mér bara illa vegið að börnum og fjölskyldum þeirra. Það er ábyrgðarleysi að slengja þessu fram án þess að gæta að staðreyndum málsins,“ segir Einar. Bær lífgaður við Á þeim nótum undristrikar hann að samfélagið blómstri og að þjónustustigið í Vík sé einsdæmi, ekki bara á hinu strjálbýla suðausturhorni heldur á landsbyggðinni allri. Íbúar muni enn eftir iðjuleysinu og þjónustuskortinum sem einkenndi byggðina fyrir ekki svo löngu síðan. Ferðaþjónustunni fylgi örar breytingar en lífið í bænum hafi aldrei verið meira. „Við erum ekki svo þvermóðskuleg að við áttum okkur ekki á því að það fylgi því áskoranir að vaxa svona hratt. En flestir og sérstaklega innfæddir muna hvernig þetta var fyrir fimmtán árum. Þó við séum ekki 100 prósent ánægð með matvöruverslunina þá erum við með lengsta opnunartíma matvöruverslunar á landinu, liggur við. Hérna er líka orðinn rekstargrundvöllur fyrir aðra matvöruverslun og þá erum við komin með samkeppni,“ segir Einar. Reynisdrangar eru á meðal þess sem dregur ferðamenn að í hundraðþúsundatali.Vísir/Egill Aðalsteinsson En er þetta sjálfbært? „Víkurfjara, Reynisdrangar, Dyrhólaey og jökullinn eru ekkert á förum í bráð. Þetta er auðlindadrifin atvinnugrein ferðaþjónustan og hún byggir á náttúruperlum sem eru ekkert að fara.“ Verða íbúarnir ekkert þreyttir? „Það getur vel verið en íbúarnir hafa þá alltaf þau völd.“ „Skárra en að hafa ekkert við að vera“ Sömuleiðis segir Einar að menningarlíf bæjarins hafi ekki orðið undir innflytjenda- og ferðamannastrauminum. Tónlistarlíf bæjarins sé í blóma sem aldrei fyrr, aldrei fleiri nemendur eða kennarar við tónskólann. Í bænum sé starfræktur fjöldi vel stæðra fyrirtækja sem styrki viðburði og menningu í bænum. Helsta vandamálið í félagslífi bæjarins sé þvert á móti það að íbúar hafi einfaldlega of mikið að gera. „Sveitarfélagið er svo líka orðið fjárhagslega statt til að standa undir rekstri tónskóla, ráða starfsmenn eins og verkefnastjóra í inngildingu og íslensku. Við höfum átt í miklu samstarfi við Kötlu sem er menningarmiðstöðin okkar. Fjárhagslega erum við nú bær sem getur gert þetta sem við vorum ekki fyrir fimmtán árum þegar sveitarfélagið var rekið í hallarekstri,“ segir Einar. Einar segist bera virðingu fyrir því að fólki finnist uppbyggingin hafa verið of hröð og upplifi það að lítið sé eftir að samfélaginu gamla. Það gefi þó ekki blaðamönnum Heimildarinnar skotleyfi á að halda fram röngum staðhæfingum líkt og hann segir þá gera. „Núverandi áætlanir gera ráð fyrir mikilli uppbyggingu áfram, það er verið að innleiða metnaðarfullt skipulag fyrir ný hverfi í bænum. Þannig það verður að öllu óbreyttu nóg að gera hjá okkur áfram. Það verða áfram áskoranir en það er skárra en að hafa ekkert við að vera,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Íslensk tunga Innflytjendamál Ferðaþjónusta Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Í sínu nýjasta tölublaði og í fjölda greina á vefnum hefur Heimildin fjallað um fjöldaferðamennsku og hvernig hún kemur niður á þorpum víða á landsbyggðinni. Í blaðinu er máluð upp mynd af sveitum Íslands þar sem íslensk tunga hefur verið gerð brottræk, erlendu vinnuafli innflutt í massavís og innviðum að falla saman undan þunga þessa iðnaðar. Einar Freyr hnaut sérstaklega um grein sem birtist á vef Heimildarinnar í gær þar sem rætt er við aðflutta íbúa sem tíunda allt það fyrrnefnda. Sjá einnig: Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Tveir þriðju íbúa Víkur eru erlendir ríkisborgarar og langstærsta atvinnugrein bæjarins er ferðaþjónusta. Ljóst er að vinnuaflið sem þarf til að knýja öra uppbyggingu í bænum var ekki hægt að sækja í nágrannasveitir þannig að flestir aðfluttir íbúar koma að utan. Einar gengst við því að þessu fylgi ýmsar áskoranir en hann segir umfjöllun Heimildarinnar einhliða og úr takti við staðreyndir. Skiptar skoðanir Í greininni fyrrnefndu er rætt við íbúa sem viðraði áhyggjur sínar af því að börnin í þorpinu tali ekki íslensku og að það muni skerða lífsgæði þeirra til frambúðar. Þessu hafnar Einar staðfastlega og segir það óábyrgt af blaðamönnum Heimildarinnar að hafa slíkt eftir viðmælanda án þess að sannreyna það. Hann segir bæinn allan einblína mjög á að tryggja börnum erlendra innflytjenda stuðning enda gefur það auga leið að nái börn ekki almennilegum tökum á íslensku á barnsaldri skerðir það verulega tækifæri þeirra í námi og starfi. „Við teljum það mikilvægt að grípa þessi börn sem allra fyrst, síðan höfum við líka verið að vinna heilmikið í því að tryggja stuðning við erlenda foreldra, nybúin að ráða sérstakan starfsmann í verkefnastjórnun íslenskukennslu og inngildingar,“ segir hann. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri og uppalinn Mýrdælingur.Sýn/Ívar Fannar Einar segir allan bæinn átta sig á þeim áskorunum sem hann stendur frammi fyrir en að málflutningur Heimildarinnar gagnist engum. Það sé sveitastjórnarinnar að gæta að fólki líði vel í bænum og vilji þar eiga heima. Viðskipta-, menningar- og félagslíf bæjarins blómstri í dag og þjónustan slík að Víkverja hefði ekki órað fyrir því fyrir tíu, fimmtán árum. Mikið púður sé lagt í að tryggja inngildingu barna sem fullorðinna og þar séu innflytjendur fremst í flokki. Mikið var rætt um enskumælandi ráð sem sveitarstjórnin kom upp á síðasta ári og hlaut sérstök verðlaun Byggðastofnunar fyrir. Meðal þeirra sem klóruðu sér í kollinum við verðlaunaveitingunni var Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og þá fjölmiðlamaður. Hann sagði það alvarlegt rannsóknarefni ef Byggðastofnun teldi þróunina í Vík í Mýrdal dæmi um góða byggðastefnu, „þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku.“ Íbúaveltan minni en búist var við Þessu svaraði Einar Freyr og ítrekar í samtali við blaðamann að mesta púður ráðsins hafi einmitt farið í að ræða hvernig bæta mætti íslenskukennslu. Fólki finnist það mikilvægt að þau og þá sérstaklega börn þeirra nái góðum tökum á íslensku. Uppsveifla bæjarins hafi þó verið það ör að hann sé enn að ná áttum. „Það tekur tíma að móta réttu leiðirnar til að ná þessum markmiðum. Við erum enn þá að læra. Þessi mikla fólksfjölgun hefur gerst alveg ævintýralega hratt hjá okkur og eðlilega tekur tíma að finna réttu verkfærin,“ segir hann. Ljóst er þó að langtímaáætlanir duga skammt ef uppistaða íbúa bæjarins eru eins konar farandverkamenn í ferðaþjónustunni sem hafa ekki í hyggju að setjast að í bænum. Einar segir að íbúaveltan í bænum hafi þó hægt og bítandi dregist saman. Það hafi komið skýrt fram þegar faraldur kórónuveirunnar reið yfir heimsbyggðina að taug íbúanna væri rammari en séð var fyrir. Talsverður fjöldi einangraði sig í Mýrdal frekar en að bærinn tæmdist á einni nóttu. „Áskorunin er hins vegar sú að það tekur fólk tíma að taka ákvörðun að setjast hér að. Svo gerist lífið og það fer að eignast börn,“ segir Einar. Ísland stendur sig verst í tungumálakennslu Til að til þess komi skipti þó viðhorf innfæddra talsverðu máli. „Viljum við hlusta á þessa íbúa? Það var svolítið upplifunin við síðustu kosningar. Bæði framboðin lögðu sig fram við að ræða við alla íbúa, hvort sem þeir tali íslensku eða ekki. Það var litið á það þannig að við erum búin að ákveða að innheimta skatta af þessum íbúum og þeir eru með kosningarétt. Er þá ekki eðlilegt að þeir fái tækifæri til að hafa áhrif?“ segir Einar. Vaxtaverkirnir blasa við bæjarbúum en Einar segir að fólk þurfi að vera raunsætt. Samfélagsbreytingarnar sem hafa átt sér stað í Mýrdal undanfarin ár séu örari en nokkuð sem þekkist annars staðar. Ísland stendur sig verst í aðlögun innflytjenda innan OECD-ríkjanna og það sést glöggt í nýrri skýrslu OECD um stöðu inngildingar á Íslandi frá í september 2024. Þó svo að á Íslandi sé hæsta atvinnuþátttaka meðal innflytjenda af öllum þátttökuríkjum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall erlendra innflytjenda á Íslandi sem eru fær á íslensku nemur um fimmtán prósent. Meðaltal OECD-ríkjanna er 60 prósent. Ísland stendur sig svo illa í þessum efnum að það vekur furðu. Einar segir Mýrdalshrepp leggja sig allan fram við að mæta þeim áskorunum þessu fylgja en að hinn armur hins opinbera, ríkið, sé ekki með skýra stefnu í málaflokknum. Það er nokkuð sem OECD-skýrslan fyrrnefnda gagnrýnir einnig. „Mér hefur oft fundist stefna ríkisins ekki vera kýrskýr og stuðningur ríkisins gagnvart samfélögum eins og okkar hefur ekki verið til staðar. Við erum að vinna hérna ein á báti að bregðast við. Ríkið hefur ekki verið að sinna þessum málaflokki nógu vel,“ segir hann. Bjarga þýddir matseðlar íslenskunni? Hann segir það áleitna spurningu hvort ekki sé kominn tími á að mótaður verði samfélagssáttmáli um það að íslenska sé málið alls staðar og segir ljóst að ríkið þurfi að taka virkari þátt í að móta stefnu til framtíðar í málaflokknum. Atvinnulífið og hið opinbera þurfi að vinna saman að því að tryggja það að íslenskan standi styrkum fótum og verði ekki undir. Einar nefnir sem dæmi matseðla og skilti víða um Suðurlandið þar sem allt er á ensku. Hann sé þeirrar skoðunar að íslenska ætti að vera í fyrirrúmi hvert sem litið er. Skilti og matseðlar eru eitt, en ef mál starfsmanna á tilteknum vinnustað er enska er ekki um mikla breytingu að ræða, er það? Ert þú fylgjandi einhverjum róttækari breytingum? „Ég er ekki með róttækar breytingar sem ég ætla að leggja til en mér finnst sjálfsagt mál að ræða hlutina. Ræða það hver verkfæri okkar eru og hvernig viljum við breyta hlutunum. En mér finnst fréttaflutningur eins og sá sem ég gagnrýndi hjá Heimildinni sem er algjörlega einhliða þar finnst mér bara illa vegið að börnum og fjölskyldum þeirra. Það er ábyrgðarleysi að slengja þessu fram án þess að gæta að staðreyndum málsins,“ segir Einar. Bær lífgaður við Á þeim nótum undristrikar hann að samfélagið blómstri og að þjónustustigið í Vík sé einsdæmi, ekki bara á hinu strjálbýla suðausturhorni heldur á landsbyggðinni allri. Íbúar muni enn eftir iðjuleysinu og þjónustuskortinum sem einkenndi byggðina fyrir ekki svo löngu síðan. Ferðaþjónustunni fylgi örar breytingar en lífið í bænum hafi aldrei verið meira. „Við erum ekki svo þvermóðskuleg að við áttum okkur ekki á því að það fylgi því áskoranir að vaxa svona hratt. En flestir og sérstaklega innfæddir muna hvernig þetta var fyrir fimmtán árum. Þó við séum ekki 100 prósent ánægð með matvöruverslunina þá erum við með lengsta opnunartíma matvöruverslunar á landinu, liggur við. Hérna er líka orðinn rekstargrundvöllur fyrir aðra matvöruverslun og þá erum við komin með samkeppni,“ segir Einar. Reynisdrangar eru á meðal þess sem dregur ferðamenn að í hundraðþúsundatali.Vísir/Egill Aðalsteinsson En er þetta sjálfbært? „Víkurfjara, Reynisdrangar, Dyrhólaey og jökullinn eru ekkert á förum í bráð. Þetta er auðlindadrifin atvinnugrein ferðaþjónustan og hún byggir á náttúruperlum sem eru ekkert að fara.“ Verða íbúarnir ekkert þreyttir? „Það getur vel verið en íbúarnir hafa þá alltaf þau völd.“ „Skárra en að hafa ekkert við að vera“ Sömuleiðis segir Einar að menningarlíf bæjarins hafi ekki orðið undir innflytjenda- og ferðamannastrauminum. Tónlistarlíf bæjarins sé í blóma sem aldrei fyrr, aldrei fleiri nemendur eða kennarar við tónskólann. Í bænum sé starfræktur fjöldi vel stæðra fyrirtækja sem styrki viðburði og menningu í bænum. Helsta vandamálið í félagslífi bæjarins sé þvert á móti það að íbúar hafi einfaldlega of mikið að gera. „Sveitarfélagið er svo líka orðið fjárhagslega statt til að standa undir rekstri tónskóla, ráða starfsmenn eins og verkefnastjóra í inngildingu og íslensku. Við höfum átt í miklu samstarfi við Kötlu sem er menningarmiðstöðin okkar. Fjárhagslega erum við nú bær sem getur gert þetta sem við vorum ekki fyrir fimmtán árum þegar sveitarfélagið var rekið í hallarekstri,“ segir Einar. Einar segist bera virðingu fyrir því að fólki finnist uppbyggingin hafa verið of hröð og upplifi það að lítið sé eftir að samfélaginu gamla. Það gefi þó ekki blaðamönnum Heimildarinnar skotleyfi á að halda fram röngum staðhæfingum líkt og hann segir þá gera. „Núverandi áætlanir gera ráð fyrir mikilli uppbyggingu áfram, það er verið að innleiða metnaðarfullt skipulag fyrir ný hverfi í bænum. Þannig það verður að öllu óbreyttu nóg að gera hjá okkur áfram. Það verða áfram áskoranir en það er skárra en að hafa ekkert við að vera,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Íslensk tunga Innflytjendamál Ferðaþjónusta Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira