Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 15:25 Framkvæmdir við nýtt skólaþorp hafa staðið yfir í sumar. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“ Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira