Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:00 Jenný Kristín Valberg segir ljóst að tíðni ofbeldis gegn eldri borgurum sé mun meira en gögn bendi til. Vísir/Ívar Fannar Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“
Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum