Fótbolti

Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sér­stökum búningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant með Andres Iniesta á æfingu Barcelona fyrir tíu árum síðan.
Kobe Bryant með Andres Iniesta á æfingu Barcelona fyrir tíu árum síðan. Getty/Brad Graverson

Fótboltalið Barcelona ætlar að spila í nýjum varabúningum á komandi tímabili og um leið heiðra körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant.

Kobe Bryant var mikill knattspyrnuáhugamaður og um leið mikill stuðningsmaður Barcelona.

Barcelona er síðan í samstarfi við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike sem er með sérstaka Kobe vörulínu.

Barcelona kynnti í gær þennan nýja varabúning sem er tileinkaður Kobe.

Kobe lést í þyrluslysi árið 2020 ásamt þrettán ára dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum.

Áferðin á búningnum verður eins og um snákaskinn sé að ræða en gælunafn Kobe var Black mamba eða Svarta mamban.

Á búningnum verður einnig The Kobe Sheath lógóið sem kom fyrst fram árið 2003.

Kraginn og endarnir á erminum verða fjólubláir með vísun í tíma Kobe hjá Los Angeles Lakers.

Barcelona er ekki síst að vísa í hið magnaða hugarfar Kobe sem lét ekkert stoppa sig í því að ná markmiðum sínum og sýndi íþróttinni mikla hollustu. Mamba hugarfarið er liggur við orðið sérkafli í kennslubók íþróttafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×