Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2025 21:45 Jarðgangastoppið á Íslandi hefur staðið yfir í fimm ár eða frá opnun Dýrafjarðarganga haustið 2020. Önnur fimm ár gætu liðið þar til byrjað verður að grafa fyrir næstu göngum. Hafþór Gunnarsson Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21