Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júlí 2025 14:43 Ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Rafn Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. Það vakti mikla athygli, og óánægju ráðamanna, þegar Færeyingar gerðu umfangsmesta fiskveiðisamning í sögu landsins við Rússland seinna sama ár og Rússar réðust inn í Úkraínu. Í honum var Rússum lofað tæplega hundrað þúsund tonnum af kolmunna, síld og makríl úr færeyskri lögsögu. Samningurinn jafngilti fimm prósentum þjóðarframleiðslu Færeyja þegar hann var undirritaður samkvæmt þáverandi sjávarútvegsráðherra. Síðan þá hefur þó ýmislegt breyst og nú boðar lögmaðurinn stefnubreytingu. Við setningu lögþingsins í dag sagði hann að landstjórnin hygðist víkka núverandi heimildir sínar til að allar refsiaðgerðir í lögsögu Evrópusambandsins, Noregs og Íslands taki einnig til þeirrar færeysku. „Þeir vilja verða trúverðugir“ Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart en þó að um kaflaskil sé að ræða í sambandi Færeyja og Rússlands. „Þetta kemur ekkert á óvart af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta sæta þeir auknum þrýstingu að utan að taka nú þátt. Þeir vilja verða trúverðugir. Það þýðir ekkert að sækja um aðild að Norðurlandaráði eða Alþjóðaviðskiptastofnuninni nema þú byggir upp ákveðinn trúverðugleika sem samstarfsaðili sem hægt er að reiða sig á.“ „Svo er aukin gagnrýni hér innanlands hjá almenningi og þingmönnum um þennan samning. Bæði út af stríðinu í Úkraínu og líka vegna þess að fólk hefur áhyggjur af því hvernig Rússarnir ganga um færeysku fiskveiðiauðlindina,“ segir Hannes. Aðspurður segist hann ekki telja að Færeyingar séu að fórna fimm prósent landsframleiðslu sinni fyrir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni enda hafi eðli samstarfs Rússa og Færeyinga í sjávarútvegi breyst á undanförnum árum. Samningarnir séu nú gerðir á ársgrundvelli og umfang þeirra takmarkaðra. Þó séu umfangsmiklar fjárfestingar í húfi. „Færeyingar hafa verið að fjárfesta í risastórum, velútbúnum, rándýrum úthafsskipum sem eru bókstaflega gerð fyrir veiðar í Barentshafi, bæði í norskri og rússneskri lögsögu. Það er enginn annar staður fyrir þessi skip þanngi að auðvitað skiptir það Færeyinga máli að hafa aðgang að þessum miðum,“ segir hann. Fögur fyrirheit en óljóst um efndirnar Hann segir þó samstarfið hafa dregist saman undanfarin ár samhliða því að heimildir Rússa til að eiga bein viðskipti í Færeyjum hafa verið takmörkuð. „Fram til dagsins í dag gátu þeir landað hérna undir ákveðnum skilyrðum og gátu leitað til hafnar í neyð og keypt sér varahluti ef eitthvað kom upp á. En Evrópusambandið var að herða refsiaðgerðirnar í maí og svo verður að koma í ljós hvað gerist. Nú er lok júlí og við erum ekki að tala um heilsársveiðar. Þetta eru árstíðarbundnar veiðar í lögsögum beggja ríkja og þorri veiðitímabilsins liðinn núna,“ segir Hannes. Af Þinganesi þar sem skrifstofur lögmanns eru.Sven-Erik Arndt/Arterra/Universal Images Group via Getty Þrýstingur jafnt innanlands sem utan- hafi gert ákvörðunina óhjákvæmilega. Ljóst sé þó að töluverðir hagsmunir séu í húfi hjá færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Ef þetta leggst alfarið af gæti orðið effitt fyrir sum þessara fyrirtækja sem hafa verið að fjárfesta í þessum rándýru skipum. Ég held að við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í framkvæmdinni. Það skiptir mestu máli að fylgjast með því hvernig efndirnar verða,“ segir Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum. Áhyggjur af ólöglegum veiðum Norðursjór er ekki eini hluti Norður-Atlantshafs þar sem blikur eru á lofti í fiskveiðistjórnun. Norðmenn og Rússar hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Norðmenn meinuðu nýlega tveimur rússneskum sjávarútvegs að veiða í lögsögu sinni og sigla í norska höfn. Fyrr í dag var ræðismaður Noregs í Rússlandi boðaður á fund utanríkisráðuneytis Rússland þar sem aðgerðunum gegn sjávarútvegsfélugunum rússnesku Norebo og Murman Seafood var formlega mótmælt. Rússar segja þær ólögmætar og brjóta gegn tvíhliða samstarfssamningi ríkjanna um fiskveiðistjórn í Barentshafi. Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Það vakti mikla athygli, og óánægju ráðamanna, þegar Færeyingar gerðu umfangsmesta fiskveiðisamning í sögu landsins við Rússland seinna sama ár og Rússar réðust inn í Úkraínu. Í honum var Rússum lofað tæplega hundrað þúsund tonnum af kolmunna, síld og makríl úr færeyskri lögsögu. Samningurinn jafngilti fimm prósentum þjóðarframleiðslu Færeyja þegar hann var undirritaður samkvæmt þáverandi sjávarútvegsráðherra. Síðan þá hefur þó ýmislegt breyst og nú boðar lögmaðurinn stefnubreytingu. Við setningu lögþingsins í dag sagði hann að landstjórnin hygðist víkka núverandi heimildir sínar til að allar refsiaðgerðir í lögsögu Evrópusambandsins, Noregs og Íslands taki einnig til þeirrar færeysku. „Þeir vilja verða trúverðugir“ Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart en þó að um kaflaskil sé að ræða í sambandi Færeyja og Rússlands. „Þetta kemur ekkert á óvart af tveimur ástæðum. Fyrir það fyrsta sæta þeir auknum þrýstingu að utan að taka nú þátt. Þeir vilja verða trúverðugir. Það þýðir ekkert að sækja um aðild að Norðurlandaráði eða Alþjóðaviðskiptastofnuninni nema þú byggir upp ákveðinn trúverðugleika sem samstarfsaðili sem hægt er að reiða sig á.“ „Svo er aukin gagnrýni hér innanlands hjá almenningi og þingmönnum um þennan samning. Bæði út af stríðinu í Úkraínu og líka vegna þess að fólk hefur áhyggjur af því hvernig Rússarnir ganga um færeysku fiskveiðiauðlindina,“ segir Hannes. Aðspurður segist hann ekki telja að Færeyingar séu að fórna fimm prósent landsframleiðslu sinni fyrir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni enda hafi eðli samstarfs Rússa og Færeyinga í sjávarútvegi breyst á undanförnum árum. Samningarnir séu nú gerðir á ársgrundvelli og umfang þeirra takmarkaðra. Þó séu umfangsmiklar fjárfestingar í húfi. „Færeyingar hafa verið að fjárfesta í risastórum, velútbúnum, rándýrum úthafsskipum sem eru bókstaflega gerð fyrir veiðar í Barentshafi, bæði í norskri og rússneskri lögsögu. Það er enginn annar staður fyrir þessi skip þanngi að auðvitað skiptir það Færeyinga máli að hafa aðgang að þessum miðum,“ segir hann. Fögur fyrirheit en óljóst um efndirnar Hann segir þó samstarfið hafa dregist saman undanfarin ár samhliða því að heimildir Rússa til að eiga bein viðskipti í Færeyjum hafa verið takmörkuð. „Fram til dagsins í dag gátu þeir landað hérna undir ákveðnum skilyrðum og gátu leitað til hafnar í neyð og keypt sér varahluti ef eitthvað kom upp á. En Evrópusambandið var að herða refsiaðgerðirnar í maí og svo verður að koma í ljós hvað gerist. Nú er lok júlí og við erum ekki að tala um heilsársveiðar. Þetta eru árstíðarbundnar veiðar í lögsögum beggja ríkja og þorri veiðitímabilsins liðinn núna,“ segir Hannes. Af Þinganesi þar sem skrifstofur lögmanns eru.Sven-Erik Arndt/Arterra/Universal Images Group via Getty Þrýstingur jafnt innanlands sem utan- hafi gert ákvörðunina óhjákvæmilega. Ljóst sé þó að töluverðir hagsmunir séu í húfi hjá færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. „Ef þetta leggst alfarið af gæti orðið effitt fyrir sum þessara fyrirtækja sem hafa verið að fjárfesta í þessum rándýru skipum. Ég held að við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í framkvæmdinni. Það skiptir mestu máli að fylgjast með því hvernig efndirnar verða,“ segir Hannes Heimisson ræðismaður Íslands í Færeyjum. Áhyggjur af ólöglegum veiðum Norðursjór er ekki eini hluti Norður-Atlantshafs þar sem blikur eru á lofti í fiskveiðistjórnun. Norðmenn og Rússar hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins. Norðmenn meinuðu nýlega tveimur rússneskum sjávarútvegs að veiða í lögsögu sinni og sigla í norska höfn. Fyrr í dag var ræðismaður Noregs í Rússlandi boðaður á fund utanríkisráðuneytis Rússland þar sem aðgerðunum gegn sjávarútvegsfélugunum rússnesku Norebo og Murman Seafood var formlega mótmælt. Rússar segja þær ólögmætar og brjóta gegn tvíhliða samstarfssamningi ríkjanna um fiskveiðistjórn í Barentshafi.
Færeyjar Sjávarútvegur Rússland Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira