Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 23:53 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira