Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 20:00 Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun mánaðar. Getty Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni. Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni.
Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira