Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 11:39 Kim Yo Jong, systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Kim sagði að „blint traust“ Suðurkóreumanna í garð Bandaríkjamanna væri til marks um að ný frjálslyndari ríkisstjórn Suður-Kóreu væri lítið frábrugðin þeirri íhaldssömu sem var við völd áður. Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa eftir henni að hvað sem heyrist frá Seoul, hafi ráðamenn í norðri engan áhuga ekkert tilefni sé til nokkurra viðræðna ríkjanna á milli. AP fréttaveitan segir ummælin til marks um að Kim Jong Un og systir hans sjái enga þörf á viðræðum við Suður-Kóreumenn eða Bandaríkjamenn í framtíðinni. Þau hafi lagt mikið púður í að auka samvinnu Norður-Kóreu og Rússlands að undanförnu. Sjá einnig: Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Norður-Kóreumenn hafa sent gífurlegt magn hergagna til Rússlands á undanförnum árum. Er þar meðal annars um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið, eldflaugar og jafnvel hermenn. Í staðinn er talið að Norður-Kórea fái aðstoð við nútímavæðingu hergagna. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Systir einræðisherrans nefndi einnig í ummælum sínum árlegar heræfingar með Bandaríkjamönnum og sagði þær æfingar fyrir innrás í Norður-Kóreu. Vilja reka fleyg milli óvina sinna Sérfræðingar segja mögulegt að Kim Yo Jong og aðrir ráðamenn í Norður-Kóreu sjái tækifæri til að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Lee Jae Myung tók við embætti forseta Suður-Kóreu í síðasta mánuði og hefur lofað því að bæta samskipti ríkisins við Norður-Kóreu. Hann hefur meðal annars látið slökkva á stórum hátölurum við landamæri ríkjanna, þar sem áróðri gegn yfirvöldum í Pyongyang var básúnað, og gripið til aðgerða gegn aðgerðasinnum sem sent hafa blöðrur með áróðri gegn ríkisstjórn Kims yfir landamærin. Forsetinn hefur einnig látið senda sjómenn frá Norður-Kóreu sem villst hafa í landhelgi Suður-Kóreu aftur til síns heima. Fyrr í dag lýsti Lee því yfir að hann hefði skipað Chung Dung Young í embætti sameiningarráðherra sem gerir hann mjög áhrifamikinn þegar kemur að samskiptum ríkjanna tveggja. Chung tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði að leggja til að gerðar yrðu breytingar á heræfingum með Bandaríkjunum. Hann vildi ekki segja hvernig þær breytingar ættu að vera en umfangsmiklar æfingar eiga að hefjast í Suður-Kóreu um miðjan ágúst.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira