„Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2025 22:17 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var óneitanlega ánægður með frammistöðu sinna minna og hrósaði þeim innilega eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira