„Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2025 22:17 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var óneitanlega ánægður með frammistöðu sinna minna og hrósaði þeim innilega eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira