Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júlí 2025 21:14 Margmenni kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á ástandinu á Gaza. vísir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira