ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 19:18 Frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Hægra megin blaktir Evrópusambandsfáninn í Brussel. Vísir/Vilhelm/Getty Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira