ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 19:18 Frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Hægra megin blaktir Evrópusambandsfáninn í Brussel. Vísir/Vilhelm/Getty Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira